Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 47

Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 47
47 leyti. Nei, það var þessi undarlegi ilmur, sem var yfir dögunum — þá. Einkum yfir sunnudögunum, því þá var hún oftastnær frjáls, og annaðhvort fór hún þá inn að Egilsstöðum, eða þeir Egils- staðapiltar, Pétur — maðurinn minn, ætti hún víst að ségja nú- orðið; en það lét eitthvað svo undarlega í eyrum: maðurinn minn, eftir þennan vikutíma, sem hún hafði verið gift —, Pétur, sonur bóndans þar, hans Eyjólfs ríka skalla — auknefnið hafði hann hlotið af því, að hann varð sköllóttur, þegar er hann hafði fimm um tvítugt —, og Björn frændi hans, sem var vinnumaður hjá föðurbróður sínum, komu og heimsóttu hana. Pað var einkennilegt — þá hafði hún eiginlega aldrei gefið Pétri neinn gaum, — bara þolað hann, hugsunarlaust, eins og óhjákvæmilegan fylgifisk Björns. Henni hafði aldrei getað komið til hugar, að h a n n bæri hug til hennar. Enda var henni ekki tíðhugsað um væntanlegan ráðahag sinn í þá daga. En inst í hugskoti hennar lá eins og í dvala einhver sjálfsögð vissa um, að þegar þar að kæmi, með tíð og tíma, — þá yrði það Björn. Pað bæri enga nauðsyn til, að hugsa neitt ákveðnara um það efni, það væri bezt, að hugsa alls ekkert um það. Bara bíða, — þangað til það kæmi — af sjálfu sér. Já, þessi óljósa tilfinning átti einhvern þátt í ilmi daganna. Nei, því ætti að vera að tala um það. Hún hafði eitthvert óákveðið hugboð um, að orðin mundu draga úr helgi hlutarins. Pess vegna fór hún hjá því, að gefa Birni tækifæri til að tala við sig um tilfinningar sínar, — fór hjá því, brosandi og ofurlitla vitund áfrýjandi. Hún vissi svo sem allan hug hans, — og hon- um var víst líka kunnugt um hug hennar, — svo hvers vegna ættu þau að vera að tala um það. Og svo var líka hitt, að hún fann svo glögt, að foreldrum hennar, einkum mömmu hennar, geðjaðist ekki allskostar að Birni eða komum hans. Og því skildi hún ekkert í. — — Hinn, . . . maðurinn hennar. . . . Aldrei hefði henni getað til hugar komið, að sá dagur mundi upp renna, að hann bæði hana um hönd hennar, — því hann hlaut þó að hafa skilið, hverjum hún hafði gefið hjarta sitt. Pessi væskilslegi, föli, litar- lausi maður, sem aldrei var annað en hægðin sjálf, og aldrei sagði annað en þur og róleg og skynsamleg orð. Pað var und- arlegt, að í þá daga hafði henni aldrei mislíkað framkoma hans,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.