Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 64
64
í ákafa, — þó að honum fyndist eins og hann væri að ota fram
berum skallanum undir glóandi eldskörung. »Látið hann út, látið
hann út!«
». . . djöfullinn dottinn úr sögunni. Biblían orðin full af mis-
sögnum og þversögnum. Innblásturinn allur farinn úr henni út í
veður og vind. Kraftaverkasögurnar orðnar að þjóðsögum.
Holdgunarsagan að fallegri, austurlenzkri helgisögu. Prenningin
runnin saman í einingu. Friðþægingarkenningin orðin útslitin og
ónýt — eða, eins og sumum ykkar þóknast að kalla það: þessu
er öllu saman lyft upp í »annað og hærra veldi«.«
»Látið hann út, látið hann út!« — Prófasturinn var orðinn
hás af hrópunum.
»Trúarjátningin, sem þið kennið börnunum, er orðin að lygi,
eins og alt annað, á þessu lyginnar landi. Guðspjöllin, sem þið
lesið og tónið á sunnudögum og hátíðum . . .«
»Látið hann út, látið hann út!«
í sömu svipan kom maður aftan að séra Kela og þreif utan
um hann fyrir ofan olnbogana.
Pað var Pjötlu-Pétur farandsali, maður mikill vexti, kraftaleg-
ur og klunnalegur, með gríðarstórar og luralegar hendur, sem venju-
lega voru geymdar niðri í djúpum buxnavösum. Pjötlu-Pétur var
alkunnur fyrir skrum-auglýsingar sínar og áleitni sína við menn að
koma út vörum sínum og gylla gæði þeirra. Hann var rauðgulur
á hár og skegg, beinamikill í andliti og kjálkasvipurinn likastur
því, að hann væri ætíð að bryðja grjót milli jaxlanna. — Pjötlu-
Pétur hafði staðið í mannþrönginni frammi við dyrnar, og í
hvert skifti, sem prófasturinn hafði hrópað um, að láta séra Kela
út, höfðu »kálfskrofin« þokast ofurlítið upp úr vösunum, svo að
hvítt farið eftir vasabrúnina kom upp undan. Hann gaut þó jafn-
an augunum gætilega í kringum sig, hvort enginn annar ætlaði að
verða til, og á meðan sigu »kálfskrofin« aftur ofan í vasana. En
þegar stríðið stóð um trúarjátninguna, gat Pjötlu-Pétur ekki stilt
sig lengur.
»Kálfskrofin« læstust saman utan um brjóstið á séra Kela.
Hann kiknaði aftur á bak við takið og var nærri því fallinn um
bekkinn, sem stóð fyrir aftan hann.
• Takið þið um fæturna á honum!« másaði Pjötlu-Pétur og
náði varla andanum fyrir áreynslu. »Takið þið um fæturna á
honum!«