Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Side 13

Eimreiðin - 01.05.1915, Side 13
89 gerlunum þá fækkandi; og að endingu verður vatnið í ánum hér- umbil hreint og gerlalaust, eða gerlalítið. Svo er kallað, að renn- andi vatn hreinsi sig sjálft (sjálfhreinsun straumvatns). Efalaust er sjálfhreinsunin mikið því að þakka, að lífrænu efnin ganga til þurðar; því að matarlausir geta gerlarnir ekki verið. En auk þess eru verkanir sólarljóssins. Ljósið er hinn versti óvinur gerlanna, eins og þegar hefir verið getið. í straumvatni eru vatnsdroparnir á eilífu iði áfram, og upp og niður. Ljósið hefir mest áhrif á yf- irborð vatnsins. En það skiftir um vatn í yfirborðinu, og vatn það, sem neðar er, og jafnvel sjálft vatnslagið við botninn, verð- ur yfirborðsvatn, þegar neðar dregur. Á þennan hátt geta sól-' argeislarnir verkað beinlínis, að kalla má, á hvern dropa. Af straumhreyfing vatnsins leiðir og, að það losnar við ýms óheil- næm efni, er gerlarnir valda. Pegar gerlarnir eru dauðir, falla þeir til botns, og sundrast smámsaman og hverfa. fótt rennandi vatn hreinsi sig sjálft, þá má þó ekki búast við, að það sé alveg gerlalaust; því að vatn, sem síast úr bökk- unum gegnum efsta moldarlagið, flytur ávalt nokkuð af gerlum með sér. Gerlar, sem þyrlast upp í loftið með vindum, falla stöðugt til jarðar aftur, af því að þeir eru þyngri en loftið. Gerl- ar falla því stöðugt úr loftinu niður í straumvötnin. Pað er því augljóst, að yfirborðsvatn sjaldan er gerlalaust. Öðru máli er að gegna, þegar til grunnvatnsins kemur. Grunnvatnið síast gegnum jarðlögin. Pað sekkur í jörðina, þang- að til það hittir fyrir sér jarðlög, sem það kemst ekki gegnum. Á leiðinni niður í gegnum moldina síast gerlarnir frá vatninu, og verða eftir í moldinni. Sé jarðlagið, eða jarðlögin, sem vatnið sí- ast gegnum, nægilega þykt, er vatnið alveg laust við gerla. Vatnið, sem sekkur í jörðina, kemur svo upp á öðrum stöðum. það eru uppsprettur og lindir. Uppsprettuvatn er því venjulegast alveg hreint eða laust við gerla. Brunnvatn úr djúpum brunnum er einnig laust við gerla, ef lokað er fyrir aðsig úr gróðrarmold- inni og efri hluta jarðlagsins. En þá verða brunnarnir að vera vel múraðir, að minsta kosti þrjá metra niður í jörðina, og auk þess verður að sjá um, að yfirborðsvatn geti ekki runnið niður í brunninn. Pað var fyr drepið á, að gerlar þyrlast upp í loftið frá yfir- borði jarðarinnar. Peir berast í loftinu með vindum, og falla svo smámsaman til jarðarinnar aftur. Regn og snjór falla á jörðina,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.