Eimreiðin - 01.05.1915, Side 15
9‘
Utan við bæina eru færri gerlar í loftinu. í háfjallalofti,
heimsskautalofti og úthafslofti eru engir gerlar.
Margar gerlategundir þola illa þurk. Pær eiga því erfitt upp-
dráttar, er þær hafa yfirgefið jörðina, og deyja tiltölulega fljótt.
En aðrar tegundir þola allmikinn þurk, og eru því tíðir gestir í
loftinu, svo sem smjörsýrugerlar, mjólkursýrugerlar, rotnunargerl-
ar, ýmsir litgerlar o. fl. Sumir sóttgerlar þola þó nokkra dvöl í
lofti, svo sem berklagerill, taugaveikisgerill o. fl.
Pá eru gerlar hafsins. Peir eru lítt kunnir enn. Pó mun ó-
hætt að fullyrða, að mesti aragrúi af gerlum sé í hafinu. Gerlar
hafsins skifta eflaust með sér verkum á svipaðan hátt og land-
gerlar, og stuðla þá að hringrás ýmsra efna í sjónum. Gerlarnir
eru um allan sjó, frá flæðarmáli og niður í botn á djúpsævi. í
leðju á mararbotni er oft mesti gerlafjöldi, eins og eðlilegt er,
því að þar sundrast mikið af lífrænum efnum. Af gerlum hafsins
eru hinir lýsandi gerlar einna kunnastir. Allir kannast við maur-
ildið. Má oft sjá það í myrkri, þegar skipið skríður áfram. Sést
þá lýsandi rák á eftir skipinu og til hliðanna í þeim sjó, sem
skipið hefir sett í hreyfingu. Birtan af þessum lýsandi gerlum
getur verið svo mikil, að sjá megi á klukkuna. Lýsandi gerlar
eru í öllum höfum. Þeir eru og algengir utan á dauðum fisk-
um, og munu margir hafa veitt því eftirtekt. Lýsandi gerlar
eru og kunnir í stöðuvötnum. Þeir eru líka á landi, og
sjást ekki alLjaldan á rotnandi kjöti.
Pess var getið fyr, að líklegt væri, að hinar fyrstu lífsverur
jarðarinnar hafi verið eitthvað svipaðar gerlum. Ef gerlarnir væru
svo gamlir, mætti búast við, að finna steingerða gerla í jarðlögun-
um. Peir hafa og fundist. í steingerðum leifum dýra og jurta, sem
fundist hafa í jarðlögum frá fornöld jarðarinnar, er mikið af gerlum.
Pað sést á holum tönnum, að »tannpínan« hefir verið komin í heim-
inn svo snemma í sögu jarðarinnar. í steingerðum blöðum hafa og
fundist gerlar, og oft má sjá, að þeir hafa eytt vefjum blaðanna.
Gerlarnir hafa auðsjáanlega verið í algleymingi, þegar saga lífsver-
anna byrjar í jarðlögunum.