Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 18
94
sem kvikað gat. Ljósmóðir okkar barnanna sagðist samt reifa lausara
en aðrar konur. Svo var látin húfa á höfuðið, eða »kappi«, þó oftar
húfa, og framan á henni var baldíruð bust, en sjálf var hún úr lérefti,
fíngerðum ullardúk eða silki. Ég á skírnarhúfu mína enn, úr hvítu
silki með rauðgrænum rósum. Síðan var lagður klútur úr mjög smá-
gerðu lérefti yfir höfuðið, og náði hann langt niður eftir reifastrangan-
um. Aldrei var hann bundinn, heldur hékk hann laus niður, en mað-
ur átti sífelt að gæta þess, að hann færi ekki ofan af höfðinu.
Mér gleymdist áður að geta þess, að áður en farið var að reifa
barnið, var látinn hvítur ullarflóki utan um fæturna, svo því yrði ekki
kalt á fótum; því það sagði ljósmóðir mín, að væri svo óholt.
Nú var bamið látið í vögguna og stungið upp í það dúsumii,
sem aldrei mátti gleyma. Var hún svo gerð, að tekin var fíngerð
léreftspjatla, hvít og hrein, tuggið eða blandað saman hveitibrauði og
sykri og látið í miðjuna á þessari pjötlu, og svo bundið um fyrir neð-
an dúsuna með tvinna, og stungið upp í barnið, meðan það svaf.
Lítil var dúsan fyrst, en látin smástækka, eftir því sem barnið 'óx.
Vaknaði nú barnið og færi að hljóða, þá var það tekið upp og því
gefið að drekka. Það var enginn hægðarleikur, að mér fanst, að
komast eftir, hvort barnið væri búið að væta sig. Mér var oft sagt
að gæta að því. I’á varð fyrst að leysa lindann, annars gat maður
ekki komist að því að neðan. Nú var maður loks kominn svo langt,
að náð varð í duluna instu. Sat þar alt kirfilega, og dulan dregin
butt, en látin í staðinn önnur hrein og þur. Síðán var aftur reifað
saman og barninu gefið að drekka úr pela. Hreinum svampi úr
lyfjabúð var stungið í stútinn á pelanum, og bundið ofan yfir hvítt
léreft, hjá ljósmóður minni, en allavega litt sá ég það vera á bæjun-
um í sveitinni, og meira að segja sá ég konur vöðla togi, hreinu lík-
lega, og binda bláum eða rauðröndóttum tuskum yfir. Eins var með
dúsuna, að allavega litt léreft sá ég haft í hana, og konur tugðu
köku og smjör í hana, og oft skófir. Börn gengu með dúsur 2—3
ára, það man ég. Éá var og siður, að tyggja matinn í börnin, unz
þau voru búin að taka tennur. En skelfing bauð mér við, að sjá
það. Það var ekki verið að bleyta matinn ofan í tannlaus börnin, —
nei, heldur voru tennur fullorðna fólksins hafðar til þess.
Ég var oft uppi hjá ljósmóður minni, og altaf var eitthvert ung-
barn hjá henni, því hún tók þau öll heim í viku; nema Jónas, hann
var kyr, þangað til ljósmóðir mín dó, og var hann þá 4 ára. • í’á
fór hann til foreldranna, er bjuggu á móti foreldrum mínum, áður en
þau fluttu að Hömrum.
Já, í reifunum voru börn höfð í 4 mánuði, en þó stundum skem-
ur, væru þau hraust. Kjóll var hafður utan yfir reifunum, úr því þau
voru mánaðargömul, og skift um föt á þeim annanhvern dag. Ætíð
voru þau skírð í kjól, ekki hvítum þó, heldur rauðrósóttum. Læknar
héldu þá hollara, að hafa þessa reifa, heldur en að láta súginn leggja
inn á hol á þeim, því altaf eru þau magaveik nú orðið.
Fyrrum var ekki siður, að standa eða sitja með börnin í fanginu,
eins og nú gerist, að minsta kosti hjá fávísum mæðrum, sem nóg er