Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Side 19

Eimreiðin - 01.05.1915, Side 19
95 af; því mér finst reifarnir gömlu þyrftu einmitt nú á dögum að vera til. Dúsu hafði ég, þangað til ég var nærri þriggja ára, þó skömm sé frá að segja. Mér er það minnisstætt enn, hvernig ég losnaði við hana. Faðir minn var oft að segja við mig: »Þetta er ljótt, að hafa dúsu«, og fleiri voru líka að gera það. Einn morgun stóð ég úti á árbakka, og var hábakkaflóð í Grundará. Þá kom faðir minn þar að, réttir að mér sykurmola og segir : »Þennan stóra mola skal ég gefa þér, ef þú fleygir nú dúsunni í ána; gaman að sjá hana synda.« Eg var óvön því, að hann gæfi mér eða okkur bömunum sínum sæl- gæti í búðinni, hann sagði, það væri óholt fyrir magann og tennurnar. Ég tók dúsuna, hugsa mig dálítið um og fleygi henni í ána. En þegar það var búið og ég sá hana synda ofan eftir ánni, greip mig söknuður og ég sagði: sÞarna fer þá auminginn burt.« — Það þykir sjálfsagt ótrúlegt, en er þó eins satt og dagurinn er sannur, að ég skuli muna þetta svona vel, og eins hitt, að hún kom aldrei í minn munn framar. Faðir minn rak verzlun, sem fyr er sagt, en eigi að síður voru barnagullin okkar systkina oftast þessi: fuglar, kettir, tóur, alt tálgað úr ýsuklumbum, ennfremur gimburskeljar, hörpudiskar, kúskeljar og kúfungar. Eitt sinn gaf pabbi okkur öskju, nokkuð stóra, fulla af hermönnum úr tini eða blýi, í ýmsum búningi, og grænar eikur úr tré voru líka í öskjunni. Gaman þótti okkur börnunum að raða þessu á borðið stóra í gestastofunni, og láta óvinina falla, því kúlur fylgdu, sem skotið var með. En þetta fengum við ekki nenia á jól- unum, og einstöku sinnum endranær, ef við drifum okkur við lærdóm- inn eða vinnu. Svo geymdi pabbi öskjurnar einhverstaðar í púltinu sínu. Við áttum þetta leikfang óskemt til fullorðinsára, nema hvað 3—4 menn höfðu mist höfuðin, eða skemst eitthvað. Síðan gáfum við þessa öskju einhveijum krakka, — mig minnir það væri Jónas Daníelsson, bræðrungur okkar, sem nú er í Winnipeg. Spil fengum við aldrei nema annaðhvort ár. Þá gekk nokkuð á fyrir jólin með að yngja upp spilin. Hvernig er farið að því? spyrja unglingarnir núna, sem fá spil, þegar þeir vilja, á hvaða tíma sem er. Aðferðin er þessi: Það er tekinn tólgarmoli og nuddað eft- ir spilunum beggja megin, og svo nuddað með ofurlitlu togi, nokkuð fast, um spilin, unz þau eru orðin hrein; þau síðan pressuð lftið eitt og lögð stundarkorn á ofninn. Verða þau þá linari en ný spil, vita- skuld, en fullgóð fyrir krakka. Auðvitað átti pabbi altaf ný spil, sem hann spilaði með við gesti sfna. Hvaða spil tíðkuðust? spyrja hinir ungu nú. Það var danskt »treikort’i og npikket”, sem faðir minn spilaði við »séra Einar á Set- bergi og Árna sýslumann Thorsteinsson í Krossnesi. Ég held þeir hafi lært ýms spil hjá Hans A. Clausen í Ólafsvík, því hann hélt tíðum gildi, og meðal boðsmanna voru ætíð faðir minn og Árni sýslumaður. f Clausen var gleðimaður með afbrigðum og þau hjón, Ása dóttir Ola Sandholts, er lengi rak verzlun suður í Keflavík. Þá var nú komandi í Ólafsvík, á hans dögum. Einnig var þar oft boð- 7*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (01.05.1915)
https://timarit.is/issue/179086

Link til denne side:

Link til denne artikel: Smælingjar.
https://timarit.is/gegnir/991004746949706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (01.05.1915)

Handlinger: