Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 20
96
inn umboðsmaður Arni Thorlacius f Stykkishólmi, tengdafaðir minn,
og Ámi Sandholt, sem þá var verzlunarstjóri á Búðum, og var bróðir
frú Ásu Clausen. Á giftingardag Clausens var ætíð boð mikið og
skemtun. Voru þá hafðir flugeldar og skotið púðri úr byssum. —
Sfðan þessir gleðifundir voru hjá Clausen í Ólafsvík, era nú liðin um
74 ár, en það man ég, að mjög saknaði faðir minn Clausens. Við-
skifti hafði hann allmikil við hann og farnaðist vel; því hann var á-
gætismaður í hvívetna um sína daga. Eftir hann kom í Ólafsvík ein-
hver Wúlf, Þá sagði faðir minn oft: »Kalla má nú, að kominn sé
köttur í bjarnar stað.«
Það var siður flestra, að sofa berir, fara úr öllum fötum, hve kalt
sem var. En ekki gerðu foreldrar mínir það, né létu börn sín gera;
því þau álitu það meira að segja óholt. Ég man eitt sinn, að ég var
send upp til ljósu okkar; varð að ganga framloftið, til að komast inn
í herbergi hennar, og voru rúm til beggja handa. í’etta var um slátt-
inn, seint um kvöld. Fólkið var flest sofnað, og höfðu ýzt til brekön-
in, svo að sá í berar bringurnar og handleggina, alt bert. Ég varð
hálfhrædd og flýtti mér til Ijósu minnar. »Pví er fólkið svona frammi ?«
spurði ég. — »í’að vill nú vera svona, af vana,« sagði hún. Ég var
þá 7 vetra, og hafði aldrei séð slíkt fyr. Svo signdi það sig, áður
en það fór í skyrtuna á morgnana, og það áttum við einnig að gera,
og gerðum. Bænir sínar las hver maður, áður en hann sofnaði, og
aldrei máttum við sofna svo nokkurt kvöld, að við ekki læsum bæn-
irnar okkar og signdum okkur, og stóð móðir okkar yfir okkur til
skiftis, til að hafa gætur á, hvort engin bæn né vers væri eftir skilið.
Einnig á morgnana áttum við að lesa morgunbæn, sem byijar svona:
»í þínu nafni uppvaknaður — er ég nú, Jesús, guð og maður,« En
þegar út var komið, signdum við okkur, og vissi ég ekki annað, en
að þetta væri siður á hverjum bæ í sveit minni. — En nú kunna
börn, í kauptúnum að minsta kosti, ekki að signa sig, hvað þá held-
ur meira.
Uppi á loftinu hjá okkur var nú dálítið önnur aðferð við bæna-
kensluna, l’ar var meðal annars fólks kerling ein, er kölluð var Halla.
Hún mun hafa heitið Hallfríður. Hjá henni svaf fósturbam hennar,
5—6 vetra. Oft stóðum við á stigapallinum, að hlusta á Höllu gömlu.
Hún byrjaði svona: »Hana nú, farðu nú að lesa!« Drengurinn segir:
»Faðir vor,« mjög dræmt. Pá segir kerling: »Nú tekur hann til.«
Og þetta gerði hún við hveija setningu, nfl. að segja eitthvað'; en
stundum sagði hún: »B................. nautið þitt, skammastu þín!«
Aldrei held ég, að það barn hefði lært þessa bæn, ef mamma hefði
ekki kent honum hana á daginn.
f’essi kerling var meistari í að klóra á baki; því það var siður,
ef konur syfjaði, að hressa sig upp með því, að láta klóra á sér
bakið, og flúði svefninn þá tafarlaust. Svo var strokið með lófunum
um bakið til og frá á eftir. Hefir mér oft dottið þetta í hug, síðan
ég las »Mín aðferð«, eftir I. P. Miiller, að það væri eitthvað í áttina
til þess, er hann segir. Ekki var það þó gert nema við bakið. Virð-
ast þessar bakstrokur og bakklór hafa verið leifar af bakeldum og
bakstrokum fornmanna, sem lesa má um 1 sögunum, og flestum munu