Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Page 24

Eimreiðin - 01.05.1915, Page 24
IOO er hönd varð á fest. Við kaun var t. d. lögð undasúra, er sumir kalla hundasúru, fífa og sauðasmjör. En ef ekki dugði, þá var fenginn plástur. Þá nýtni þekkir enginn nú á dögum, að hirða blöðrur og liknar- belgi. Hvorttveggja var þvegið vandlega, og síðan blásið upp og hert. Og þegar búið var að herða t. d. blöðruna, var hún elt svo vel, að hún var eins hvít og álúnsskinn. Þá var klipt op á hana, hæfilega vítt, og það brytt með silki. Og var svo í slíkum blöðrum haft allskonar smáskraut. Stórgripablöðrur voru oft hafðar undir reyk- tóbak. Ein trúin var sú, ef eitthvað gekk að skepnum, þá skyldi taka sokkaband sitt og ríða á sigurhnút yfir bakinu á skepnunni, eða sig- urlykkju. Hvorttveggja þetta kann ég enn, en enga trú hefi ég á því, og heldur ekki höfðu foreldrar mínir það. Allar reimar, er fallegar áttu að vera og sterkar, t. d. upphluts- reimar, voru krílabar. En nú er hlaupið sem fætur toga í búðirnar, og búðarsveinar kófsveittir við að leita að ymislega litum reimum, sem þær eru að krunka yfir, þessar hálfmentuðu meyjar, eða vart það. Glingur þetta, sem þær sækjast svo mjög eftir, og borga hve dýrt sem er, gætu þær sjálfar búið til með lítilli fyrirhöfn. Þvf það má hafa þessar reimar allavega litar, og svo breiðar sem vill. Þá verður að kríla á 9, nfl. þættirnir verða þá 18. Má gera þetta ýmist úr bandi, silkitvinna eða baðmullargarni. Nokkuð öðruvfsi er farið að, að stíma. Þá eru hafðir tveir litir. Þetta kann ég hvorttveggja enn. því æfingin var nóg í æsku. f>að var auðvitað ekki siður þá, að ganga með leggingar á eld- hússvuntum. En vel hefði það mátt sæma. Heldur ekki voru barna- svuntur né kjólar lagðir með þessháttar óþarfa, held ég gömlu kon- urnar hefðu sagt. Þá voru aðeins samfellur lagðar með stímuðum reimum, úr grænum silkitvinna, eða snöggum þræði, rauðum eða grænum, og lagt með ýmsum rósum, nfl. saumað niður á pilsið. Og líka voru gömlu kragarnir lagðir með svona snúrum. En þær voru íslenzkar, og því er nú orðin skömm að þeim, og engin prýði. Það er margreynt, ef látið er eitthvað heimaunnið í sölubúðir, og þær, þessar nýtízku-meyjar, halda, það sé íslenzkt, þá snerta þær ekki. á því, — nema því að eins, að þeim sé sagt, að það hafi komið með þessu eða þessu skipi, og sé úr dönsku, ensku eða þýzku garni, og afarlaust prjónað eða »heklað«, sem allraónýtast; að það geti háldið í mánuð, er alveg nóg. I’að er nú reyndar engin von, að þær vilji bera utan á sér neina flík úr fslenzkri ull, því óhætt er að fullyrða, að fáar sveitastúlkur geta verið þektar fyrir að klæðast í aðrar pijón- skyrtur inst klæða, en þessar silunganetsskyrtur, sem fult er af í sölu- búðunum, flegnar ofan á axlir og ermalausar. En konur, sem hafa meiri menningu, en að vera hálfmentaðar, klæðast flestar íslenzkum ullarskyrtum, án þess að bera kinnroða fyrir. í’essar áður nefndu snúrur, er ýmist voru stímaðar.eða krílaðar, voru hafðar til að leggja með kragann á faldbúningnum gamla, sem var kræktur með einum krók að framan. Flauel var í kraganum, og stóð hann út f loftið, því pappi eða eitthvað stint var innan í. Svona

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.