Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Page 33

Eimreiðin - 01.05.1915, Page 33
109 Á náttmáli svölu, er fálát og föl þú fluttist á einstigið dulda, þú vildir, ég rímaði vottorð um þig með viðlagi útnyrðingskulda. Eg gerði þá úrlausn, að gæti ég eitt: á gröf þína tunglsljósi strjála. Peim geigar, sem búa við annir og ys í öngþveiti baráttu-mála. I laundjúpum svefni þú lýtur að mér og leggur að orðhegi minni, að hripa með stafbroddi hending á svell til hugnunar minningu þinni. Nú geng ég um svellin og gref í þau ljóð, er gel ég þér, meykonan dána, — og máni í skýjunum veður sinn veg — þau vara — unz klakarnir hlána. Á hélu þú mintist, og þá gaztu um það, að þér væri frostrós við hæfi; og hins léztu getið, að hefðirðu átt með hretviðrum sambúð um æfi. Og þetta er efnið, sem þú lézt í té, og þar skildi eg framvegis halda, — með fáskrúði vetrarins: frostrósa-voð, þitt fjalbygða einrými tjalda. »Og þá er ég hólpin í Fjallkonu faðm, ef frostrósin skartar, að lögun, og norðurljós kvika í námunda för frá náttmáli yfir að dögun.« 8

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.