Eimreiðin - 01.05.1915, Page 34
I IO
Með skáldeðli varstu, er skeikaði þó
að skila með vöxtum því pundi;
í ljós kom það helzt, þegar sál þín var seidd
að sólskríkjuhlátrum í lundi.
Er þíðvindi hægfara þeyjaði hlíð
og þrestir í kjörrunum sungu,
þá lágu þér hendingar iausar á vör,
sem læðingur raknaði af tungu.
Hve augu þín brugðu á eldingaleik!
og andríkið skein þér úr sjónum,
í orðræðu dul, en að athygli næm,
ef eitthvað var fagurt á prjónum.
Pig brast ekki gáfur að velja þér veg,
en vilja og afkasta þrekið.
Er örlög þín guðirnir undu í hnoð,
í endann þú gazt ekki tekið.
íú gerðir þér boðorð og lögmál þitt last
úr leiftrum á grunnsævis-öldum —t
með fluggjarna vængi og framlétta þrá,
en >fætur úr marmara köldum*.
t’eir fæturnir íslenzkum örbirgðarlýð
ná enn þá til marinna knjáa.
Og þessvegna gaztu ekki »farið í fjöll«,
né flogið um úthafið bláa.
í einrúmi byrgðirðu elnaðan harm,
og augu þín tárunum leyndu,
er flugs var þér varnað um öræfin ölL
með álftum, er för sinni beindu.
í albirtu hljóðri flaug álftin sinn veg
að öræfum náttgeisla-roðnum. —