Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Side 35

Eimreiðin - 01.05.1915, Side 35
111 Með vængina klipta við stóðum á strönd á stiklum frá barnæsku troðnum. En okkar í milli var fjörður og fjall — sú fjarlægð, er viljana skildi; því ég var til baráttu borinn í heim, en Brynhildur einangrast vildi. í draumleiðslu sat hún við aftansins eld, var ölvuð af kvöldsólar-miði, og gleymdi sér alveg, unz komið var kveld og kveikt upp í náttblóma-riði. Er vitund þín loksins til vökunnar kom, úr vöngurn þér haustfölvi gægðist, og fyrri en miðaftans sól þína sá, við sinuna haddur þinn mægðist. Pú barst mig ei sökum um brigður né los, ég brást ekki vonum né trausti. En bris eftir örvar, sem blætt geta enn, ég ber fram að lögferju-nausti. Með fuglanna vængi við stóðum á strönd og störðum til ógengra hæða. — Og næstum því hugstola námum þau lönd, er náttgeislum undirnar blæða. Um borgir úr skýjum, sem blöstu þar við, var blikan á kögrunum stöfuð. — En það gat ég skilið, að okkur þar óx sú ófæra langt yfir höfuð. Pá sneri ég við, og ég lagði mér leið til lífsins í fjölskyldu bænum. 8*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.