Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Side 37

Eimreiðin - 01.05.1915, Side 37
H3 þó andlitin verði sem úrkomuský og augun sem regnbogi í sænum. En borgið er hverjum, sem lögmál hans les: ab lifa meb öbrum íil nytja. Og allra, sem hlúa að þessari þörf, mun þöguli höfðinginn vitja. Og því er nú kveðið, að lýðum sé ljóst: ab lífib er kapphlaup og glíma, og konunum verður til blessunar bezt, að bæta við styrk sinn í tíma. En heyrðu mig, Brynhildur, drýgðu nú dáð, sem drenglund og mannræna fagna: Til afreka stígirðu upp fyrir mold, er ærslin í mannheimi þagna, I náttkjóli þínum ef gengurðu um gólf og gætir um klungur og hrjóstur að útburðum mannkynsins, leggur þeim lið og laðar þá til þín f fóstur. Pá bætist þér upp, að þú barnlaus varst hér, ef bjargráð þín ná yfir gilið; því einstæðingskjörin á útburða-mel með afbrigðum þú getur skilið. Nú hef ég leitt þig úr fjöru til fjalls. Hve fagurt á sáluhliðs-vegi, er norðurljós bála og njóla er heið frá nátlmálum yfir að degi. GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.