Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 38

Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 38
Hégómagirni. Eftir OLGU OTT. »Hégómagirnin er undirrót alls ills.---Hégómagirnin leið- ir menn í freistni — til ágirndar, og löngunar til að láta mikið á sér bera, með því að berast meira á og hreykja sér upp yfir fá- tæka meðbræður vora. — Hégómagirnin elur upp í mönnum eig- ingirni og smásálarskap. — Gætið ykkar gegn hégómagirninni og varist þið hana, því í uppsprettulind hégómagirninnar eiga margar og miklar syndir sín upptök.« Ungi presturinn, sem var að búa stúlkubörnin undir fermingu, gerði hlé á ræðu sinni og leit á úrið sitt. íPað er nú orðið svo framorðið, að við komumst ekki lengra í dag. En hugsið þið nú dálítið um það, sem við höfum verið að tala um; og berið þið svo foreldrum ykkar kæra kveðju mína. Og gangið nú stillilega og rólega niður stigann, ekkert óðagot né hávaða, — því annars er vísast, að fólk haldi, að eitthvað hafi skort á sannan guðræknisanda hjá okkur.« »Svona er hún þá lit, hégómagirnin hans,« hvíslaði Sigga að Ellu, um leið og þær gengu samsíða út um dyrnar. Ella sneri sér hálfönug undan, — Sigga gæti nú aldrei tekið nokkrum sköpuðum hlut með alvöru. Ella skildi ekki í, hvers vegna hún vildi vera að láta ferma sig. Forstofan var bæði þröng og dimm, og þar var mikill troðn- ingur, meðan þær voru að komast í yfirhafnirnar. Siggu fanst það skelfilegt, að þar skyldi ekki vera svo mikið sem spegilmynd, svo maður gæti látið almennilega á sig hattinn. En þá kom hljóð úr horni hjá Önnu glókollu, og hún endur- tók orð prestsins: >Hégómagirnin er undirrót alls ills.« Siggu gat ekki skilist, að það væri neitt ilt í því, þó maður reyndi að láta hattinn sinn sitja rétt á höfðinu á sér, eða að maður þyrfti að líta út eins og úfin ugla, þó að maður væri að ganga til prestsins. Og hún spurði í allar áttir út frá sér, »hvort hún gæti nú látið sjá sig sona«. Svo stakk hún hendinni undir handlegginn á Ellu og stakk upp á, að þær skyldu verða sam- ferða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.