Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Page 43

Eimreiðin - 01.05.1915, Page 43
að berast meira á og hreykja sér upp yfir fátæka meðbræður sína. Er ekki svo, mamma?« »Já, það eiga menn að forðast í lengstu lög. — En komdu nú hérna og sjáðu nokkuðU Móðir hennar tók fram stranga og rakti hann sundur. f’að var allrafallegasta kjólefni, og fannhvítt. »Sko! Petta er handa henni vinstúlku þinni, til að friða sam- vizku þína. Eg vil ekki til þess vita, að hún verði sú ei na.« Ella flaug upp um hálsinn á móður sinni og sagði: »0, mamma, þú ert sú bezta og inndælasta mamma, sem til er í öll- um heiminum! Eg er svo voðalega hreykin af að eiga aðra eins móður.« Móður hennar vöknaði um augu, en gat þó ekki að sér gert að brosa gegnum tárin og segja: »Sko, þetta er nú líka snertur af hégómagirni, Ella mín, sem ég get ekki hugsað mér, að sé nein synd.« tytt af V G. Þorsteinn dáinn. (27. sept. 1858 — 28. sept. 1914) Nú grœtur mikinn móg Mítterva tdragjórn; nú kœtist Móría mjóg, mórg setn ú dárabórn; nú er skarð fyrir skildi, — ntc er svanurinn nár á Ijórn. EIMREIÐIN hefir ekki gert mikið að því, að flytja dánar- minningar merkra manna. Hún kemur svo sjaldan út, að hún verður þar jafnan á eftir flestum öðrum, og kann þá ekki við, að eyða sínu litla rúmi til að tyggja það upp, sem aðrir eru bún- ir að segja. Jafnvel þó um stórmerka menn hafi verið að ræða, og sem staðið hafa hjarta hennar allnærri (eins og t. d. Björn Jónsson, Stgr. Thorsteinsson o. fl.), hefir hún því þagað,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.