Eimreiðin - 01.05.1915, Page 46
122
stökum Þorsteins, sem læsa sig svo inn í hugann, að ómögulegt
er annað en að læra þær.
»í’ær eru margar lærðar lítt, en þær klappa yndisþýtt,
leita skamt til fanga; eins og börn á vanga.«
Og þær gera meira. Þær smjúga gegnum merg og bein og
gagntaka hjartað. Pær veita yl og unað og vekja upp ljúfar
og góðar tilfinningar. Pað mun því margur við lestur ljóða Por-
steins geta tekið undir með honum, er hann segir:
»í*að er líkt og ylur í mér hefir hlýnað mest á því
ómi sumra braga; marga kalda daga.«
fað er óhætt um það, að mörgum hefir líka hlýnað um
hjartaræturnar við að lesa ljóðin hans. Og þau eiga enn eftir að
ylja mörgum í framtíðinni. Lesi maður hina dásamlegu lofsöngva
hans um íslenzka náttúru, vorkvöldin og sumardýrðina, ástaljóðin
unaðsþýðu og öll hin viðkvæmu og hjartnæmu fuglakvæði hans,
»og finni maðurinn engan yl,
er hann úr skrítnum steini*.
r. E. kvað mikið um ástir, og í rauninni eru langflest af
harpkvæðum hans að meira eða minna leyti ástakvæði. Pað
leynir sér ekki, að hann hefir verið mikill ástamaðar. En þó að
ást hans væri jafnan einlæg og heit, fór honum þó sem fleirum
miklum skáldum og tilfinningamönnum (t. d. Byron, Goethe o. fl.),
að hann reyndist þar ekki við eina fjöl feldur, heldur nokkuð
hvikull og hverflyndur í þeim
honum svo sjálfum frá:
»í>á söng ég um ástina sigurljóð
tóm
og um sakleysi, æsku og frið,
og ég leitaði upp öll hin ljúfustu
blóm,
til að leggja þau hjarta mitt við;
kossar margtóku þá
unga, eldheita þrá,
sem að eilífðin gæti ekki kælt;
hvað hím helg var og hreirt,
vita vorkvóldin ein,
og hvað vinina dreymdi þá salt.
efnum. Að minsta kosti segist
Og þá man ég það löngum, ef blómið
var blítt,
er við brjóstið mitt hallaði sér,
að mér fanst þá sem guð hefði gert
það svo frítt
og hann geymdi það rétt handa mér.
En hin fegurstu blóm
urðu allslaus og tóm,
ef þau urðu mér dálítið kunn;
eftir órstuttan leik
var hver blómkróna bleik
og hver bikar var tcemdur í grunn.t