Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 48

Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 48
124 vakið upp stækustu óbeit og hatur gegn honum, einkum fyrir hin svokölluðu guðleysiskvæði hans. Hefir hér farið sem oftar, að sínum augum lítur hver á silfrið, enda ærið skort á réttan skilning á stundum. Meira bygt á augnablikstilfinning, en rólegri íhugun og djúpri gagnrýni. En sannleikurinn er sá, að einmitt í þessum kvæðum kemst skáldsnild P. E. á hæst stig. í þau hefir hann lagt sál sína og sannfæring. Og þau eru svo þrungin af efni, skáldlegum krafti, hugdirfð og djörfung, að slíks eru einsdæmi í íslenzkum bók- mentum. En þau eru svo full af byltingaanda og guðleysi, að þau eru ekki í húsum hæf, segja aðrir. Pau særa hinar helgustu tilfinning- ar manna: »Eins og fjandinn fari af stað, fólkið hreint þú ærir; ekki skeytir þú um það, þó þú aðra særir. Guð hefur sönginn gefið þér, gagn og yndi að vinna; en hlífðu því, sem helgast er hjörtum bræðra minna.« En er þetta nú réttlat krafa? Og er þetta ekki einmitt sama rokan og allir siðbótamenn og endurbóta hafa fengið í nasirnar? Ætli kristniboðarnir fornu hafi ætíð hlíft hinum helgustu tilfinning- um heiðingjanna, er þeir voru að ryðja kristninni braut, og aldrei sært þá með ummælum sínum um goðin, sem þeir trúðu á? Og hlífði Lúter og aðrir samherjar hans öllum hinum helgustu tilfinn- ingum kaþólskra manna, er þeir voru að koma á siðabótinni? Og hvernig var það með Krist sjálfan ? f’ótti ekki höfuðprestunum og hinum skriftlærðu hann svo byltingagjarn, djarfmæltur og óhlífinn, að þeir heimtuðu, að hann væri krossfestur fyrir það? Og svona mætti lengi halda áfram upp að telja. Engin stór bylting, engin stór umbót hefir enn komist á í heiminum, án þess að hún hafi verið boðuð af einhverjum »árgala«, sem sært hefir tilfinningar manna. Og hver er þess umkominn, að skera úr því, að þær tilfinningar, sem menn nú á dögum telja sér helgastar, eigi nokkru meiri rétt á sér, en þær tilfinningar manna fyr á öldum, er ekki varð hjá komist að særa og svívirða? En hér við bætist, að P. E. var enganveginn eins mikill guðleysingi eða trúleysingi, eins og honum var gefið að sök, og eins og sum kvæði hans virðast bera vott um, fliótt á litið. Pað var ekki eiginlega guðstrúin sjálf, sem hann réðist á, heldur

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.