Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Page 55

Eimreiðin - 01.05.1915, Page 55
Pú rakst burt margt af hennar spöku hjörð, sem hafði glaðst við moð og fúastrá, úr krónum út á guðs síns grænu jörð, þótt gamlar skepnur sumar kysu vörð. Og nokkrar yngri, er geystust hugstríð hörð, í húmið röltu undan morgungljá. Nú loks hún getur glaðst við afrek sín: Pig genginn markað krossi og píslarund; — með fjálgleik sungið: »Bíóhskuld, bölvun pín í burt var tekin gubs af sonar pín«; og krýnt þig ndýrbar kórónu«, sem skfn mót kvala-bjarmans glotti á efstu stund.1) Hún réðst á náinn — sál hún fékk ei fest, sem flogin var í íslands sólarheim í ljóðham þeim, sem æskan ann hér mest, og allir þeir, sem skilja frelsið bezt og vilja fremstan sannleik sjá í lest, og sönginn aldrei blandinn fölskum hreim. Samt flestir þeir, sem fylktu sér með þér, ei fóru með þér nema hálfa braut, því sá, sem leitar, verður beinaber, en bróðir hver er altaf næstur sér; og þægilegra, en þramma heiðar, er, að þiggja í dalnum boðið næðisskaut. — I>ú þorðir ætíð satt að segja frá, er sungu hinir lof og smjaðurmál. *) Sbr. sálm þann (»Af því að út var leiddur«), er sunginn var, er íorsteinn var kvaddur úr .heimahúsum, og sem sjálfsagt á betur við að syngjast yfir flestum öðrum íslendingum en Porsteini Erlingssyni. Er þetta ekki sagt til niðrunar sálma- skáldinu ógleymanlega, þótt hér ætti afarilla við, að láta það mæla eftir með þess- um sálmi. Annars minnir ]>etta átakanlega smekkleysi á söguna af bóndanum, sem sagði, að alt væri jafngott í Hallgrímssálmum, og söng svo yfir móður sinni dáinni það versið, sem fyrst varð fyrir, er hann opnaði bókina, og sem byijar svo: >Sjá her hvað illan enda«. — HOF.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.