Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Page 57

Eimreiðin - 01.05.1915, Page 57
133 reyk og móöu og öll niðurstaða óviss, svo að vandhitt er að fella réttlátan dóm um hvað eina, er gerist í þessari »Heljarslóð- arorustu«, og þá ekki síður hitt, að bardagaþjóðirnar vaka með argusaugum yfir hverju orði, sem um þær er sagt hjá hlut- lausu þjóðunum, svo að þær verða að fara mjög varlega, ef þær vilja ekki eiga á hættu að fá líka þrumufleyginn í kollinn. En eitt viljum vér þó minnast á, sem komið hefir svo ber- lega fram í þessu stríði, og það er, hve herfilega bardagaþjóðirn- ar hafa vanbrúkað guðs nafn í því, og hve hugmyndir þeirra um guð og stjórn hans á heiminum eru öfugar og ófullkomnar. Pví allar skoða þær guð sem blóðþyrstan herskaparguð, sem sjálf- sagður sé til að leggja blessun sína og velþóknun yfir vígvélar þeirra og morðtól, og hjálpa þeim til að drepa sem flesta af fjandmönnum þeirra. Og hver þeirra um sig skoðar guð sem hlutdrægan flokksguð, sem þjóðguð, sem s i n n guð, sem hljóti að unna sér einni sigurs, en hafa andstygð og óbeit á öllum ó- vinum hennar. Rússar ákalla sinn Rússaguð og trúa því og treysta, að hann sé með þeim einum og hjálpi þeim til að slátra svo mörgum Pjóðverjum, Austurríkismönnum og Tyrkjum, að þeim megi verða sigurs auðið. Og alveg eins er með hinar þjóð- irnar. Bæði Englendingar, Frakkar, Pjoðverjar og Austurríkis- menn o. s. frv., hver þjóðin um sig ákallar guð sem sinn guð sérstaklega, og telur sjálfsagt, að hann sé þeirra megin, en hafi hatur og andstygð á öllum mótstöðumönnum þeirra. En ef menn trúa aðeins á e i n n guð, þá virðist dálítið örðugt að skilja, hvern- ig hann eigi að fara að því, að gera þeim öllum til geðs og gefa þeim öllum sigur. Annað mál, ef menn hugsa sér marga guði, sinn fyrir hverja þjóð. Og það eru þó ekki valdhafarnir einir, sem hafa þessa skoð- un á guði,; og vanbrúka þannig nafn hans, í hvert skifti sem þeir opna munninn til að tala til fólksins. Nei, sjálfir þjónar kirkjunnar, prestarnir, eru ekki hóti betri í þeim efnum. Enda þykir það nokkurnveginn algild reynsla, að þeir leggist jafnan á sömu sveif- ina og valdhafarnir. Hvergi hefir þetta þó komið jafn-hræmulega bert í ljós, eins og í kvæðakveri einu nýútkomnu, eftir þýzkan prest, Dietrich Vorwerk, og sem neitir »Húrra og hallelúja!*■ I kveri þessu, sem er ekki nema 48 bls., eru eintómir hersöngvar, herhvatir og herbænir, og hefir því verið tekið með svo miklum fögnuði,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.