Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 59

Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 59
135 svertingjum í suðvesturhluta Afríku! Virðist það benda á æði- mikla löngun til að kveða um herskap og hreystiverk, þegarjafn- vel þjónar kirkjunnar seilast svo langt eftir yrkisefnum af því tægi. Hitt gegnir minni furðu, að ort sé um heimsstyrjöldina miklu, sem nú er á döfinni, og þá sigra, sem í henni hafa unnist, þó mönn- um finnist, að öðrum mundi standa það nær, en þjónum frelsar- ans, friðarhöfðingjans mikla. í einu kvæðinu tekur skáldið þá spurningu til íhugunar, hvern- ig á því geti staðið, að fjóðverjar séu umkringdir af eintómum fjandmönnum, og eigi ekki einn einasta vin (sjálfsagt ort áður en Tyrkir skárust í leikinn). Er það Pjóðverjum sjálfum að kennar spyr hann. »Nei, öðru nær,« svarar presturinn. »Kannist þið ekki við þann Helvítishöfðingja eða Helvítisdrotningu, sem heitir Öfund, sem fær níðingana til að skríða saman, en sundurdreifir hetjunum? Vel sé oss, að öfundin rís þannig gegn oss; það sýnir aðeins, að guð hefir hafið oss hátt og blessað oss í ríkum mæli. Minnist hans, sem hékk á krossinum, sem virtist yfirgef- inn af guði og varð að ganga sigurbraut sína svo einmana. fú þýzka þjóðin mín! þó vegur þinn sé þyrnum stráður og fjendur þínir margir, þá skaltu aðeins halda áfram með látlausri mót- spyrnu og trausti. Enn stendur himnastiginn. Pú og þinn guð, þið eruð í meirihluta.« Annað kvæði byrjar algerlega í anda Gamlatestamentisins með því, að biðja öllum þeim bölvunar, sem ekki gangi nógu ötullega fram í því, að framkvæma reiðidóma guðs. Stríðið sé heilagt stríð. Og svo kemur heilmikil romsa, til að sýna, að alt sé heilagt Pjóðverja megin: réttur þeirra, sáttmáli, hendur og grafir, en þrisvar sinnum heilagur sá gamli guð, sem leiði fána 'þeirra að hinu heilaga takmarki, og bölvaður sá, er efist um sigur guðs síns og ráði til að semja um fúinn frið, o. s. frv. I enn öðru kvæði er lýsing á skaplyndi Breta, er minnir á- takanlega á faríseann og tollheimtumanninn: »Fégræðgi, mang- araskapur, gróðafýsn, slungin öfundgirni og hræsni, hve við- bjóðslegir lestir urðu það ekki í vorum augum; við hrækjum á það, við hötum það, einmitt af því það er brezkt, náskylt brezkri lygi °g undirferli. Raunar verðum við með kinnroða að játa, að við vorum heldur ekki lausir við þetta; en nú höfum við hrundið því öllu af oss, og fetum nú í mildu sakleysi um heimahaga vora,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.