Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 67

Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 67
i43 Ritsj á. JÓN TRAUSTI: GÓÐIR STOFNAR. Sögur frá fyrri öldum. I. Anna frá Stóruborg. Rvík 1914 (Sig. Kr.). 6að er nú svo komið, að maður hlakkar altaf til að sjá nvja sögu eftir Jón Trausta, því maður veit, að »eitthvað gott þar ættland mitt á á hveiju blaði«. Og það hefir heldur ekki brugðist hér. Hann er nú bytjaður á nýjum sagnabálki, sem þó ekki er ætlast til, að verði samfeldur eða samstæður, heldur eiga sögumar í honum að eiga í því einu sammerkt, að efnið i þeim er gripið úr sögu íslands á fyrri öldum, og þar reynt að draga upp lifandi myndir af einkenni- legum og merkilegum mönnum, sem annaðhvort að skapfestu, gjörfi- leik eða öðrum kostum og hæfileikum gætu orðið nútíðarkynslóð vorri til fyrirmyndar, skýrt fyrir mönnum ýmsar óljósar gátur mannlífsins og glætt og alið upp kjark og þrek í æskulýð vorum, jafnframt því að auka þekkingu hans og ást á sögu landsins. Er þetta bæði þarft og fagurt hlutverk, þótt hins væri ekki síður þörf, að draga upp bæði skuggamyndir og fyrirmyndir úr nútíðarlífi manna, sem svo fáir verða til að gagnrýna, svo að þar fær margt það illgresi að þrífast og dafna áreitnislaust, sem upprætast ætti og verða í eld kastað. Aðalefnið í þessari sögu um Önnu frá Stóruborg er, að sýna fram á það herfilega ranglæti gagnvart kvennþjóðinni, sem ríkti hér á landi fyr á öldum, eða nánar til tekið á 16. öld, þegar sagan fer fram, fyr- ir og eftir siðaskiftin. Pá mátti engin kona velja sér mann eftir eigin geðþótta. samkvæmt ástarhvöt sinni eða tilfinning, heldur var hún í því efni algerlega háð vilja og valdi forráðamanns síns eða giftingar- manns, sem var faðir hennar, bróðir eða nánasti karlmaður, ef hinir voru dánir. Og það eina, sem þeir hugsuðu um, var að útvega dætrum sínum og systrum ríkt og göfugt gjaforð, hvort sem það var þeirn að skapi eða ekki. í’ær voru sjaldnast einu sinni spurðar um vilja sinn í þeim efnum, en urðu að giftast þeim, sem þeim var skip- að að eiga. Og það voru ekki nema kjarkmestu kvennskörungarnir, sem dirfðust að gera uppreist gegn þessum mannúðarlausu ólögum. En ein af þessum kvennskörungum var einmitt Anna frá Stóru- borg. Faðir hennar var Vigfús Erlendsson hirðstjóri, æðsti valdsmaður landsins um eitt skeið, en sem dó (1521) meðan hún var á barnsaldri, og átti þá bróðir hennar, Páll Vigfússon lögmaður á Hlíðarenda, gift- ingarráð hennar. Hann vildi útvega henni ríkt gjaforð; og hana skorti heldur ekki biðlana, en hún neitar þeim öllum. Hún hefir einsett sér að rísa móti ólögunum og gefa þeim einum hönd sína, sem hún geti líka gefið hjarta sitt. Hún skýrir þetta sjálf þannig í viðræðu við bróður sinn: -Heiðvirð kona giftist þeim manni einum, sem hún elskar. Fái hún ekki að giftast honum, tekur hún hann í faðm sér, hvað sem hver segir, og sleppir honum ekki. Hitt eru skækjurnar, 10*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.