Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 68
144
sem láta selja sig — fyrir auð og metorð, eða fyrir hagsmuni ætt-
ingja sinna.«
f’etta voru fullkomin uppreistarorð á þeirri öld, en samkvæmt
þeim breytir hún. Hún kemur upp rausnarbúi á Stóruborg og birtir
í hvívetna frábæran skörungsskap. Og þegar hún er orðin fullkom-
lega sjálfstæð að áliti og efnum, tekur hún að sér ungan og um-
komulausan smaladreng. sem heillað hefir hjarta hennar, stofnar til
sambúðar við hann og á með honum hvert barnið á fætur öðru, án
þess að láta sér detta nokkra blygðun í hug fyrir það, eða gera
minstu tilraun til að fara í neina launkofa með þetta framferði sitt.
En þá hefst auðvitað áköf barátta milli hennar og Páls lögmanns
bróður hennar, sem ekki vill vita af smalablóði í ætt sinni, og vill
þröngva henni til að skilja við unnusta sinn og giftast öðrum. Og
um þá baráttu hljóðar sagan, sem lýkur svo, að hún vinnur að lok-
um sigur og fær að giftast þeim manni, sem hún hefir sjálf valið sér;
en lögmaðurinn verður, þó voldugur væri, að lúta í lægra haldi og
gefa samþykki sitt til ráðahagsins.
Jóni Trausta hefir hér víða tekist vel, sem oftar, og eru margar
ágætar lýsingar í bókinni. f’að er nú reyndar ekkert nýtt hjá honum,
því þær hafa líka verið margar góðar í hinum fyrri sögum hans. En
hann hefir hér verið sérstaklega heppinn í efnisvali sínu, og því kom-
ist betur hjá að steyta á ýmsum steinum, sem honum hefir stundum
orðið hált á. f’að. sem hér hefir hjálpað honum, frekar en áður. er
það, að hann hefir valið sér efni. sem hefir gefið sköpunar- og hug-
sjónaafli hans langtum fijálsari hendur, með því hann hefir ekki verið
um of bundinn af sannsögulegum frásögnum. Að vísu eru höfuð-
atburðimir sögulega sannir, en þó í svo mikilli þoku, að meira hefir
orðið að byggja á þjóðsögum og munnmælum, en reglulegum sögu-
legum heimildum. Og einmitt þetta hefir gefið hinni frábærlegu hug-
sjónagáfu Jóns Trausta vind í seglin og gert sögu hans fullkomnari
sem skáldsögu. Því þeim verður skáldið jafnan að haga sam-
kvæmt kröfum listar sinnar, en e k k i eftir því, hvort alt, sem frá er
sagt, er sögulega satt. Það er reyndar algeng krafa á íslandi, að
alt eigi að vera sögulega rétt eða satt, sem frá er sagt í skáldsögum
bygðum á sögulegum grundvelli, og því hafa Islendingar aldrei getað felt
sig við meðferð stórskáldanna Oehlenschlægers og William Morris á
ástasögu þeirra Guðrúnar Ósvífrsdóttur og Kjartans í Laxdælu. En
þetta er herfilegasti misskilningur. Skáldið er að semja 1 i s t a v e r k ,
en ekki alment sagnarit, og verður að haga sér eftir því. Og óhætt
er að segja, að margar af fornsögunum okkar hefðu aldrei orðið önn-
ur eins listaverk og þær eru, ef ekkert væri í þeim nema sannsögu-
legir viðburðir. Einmitt af því, að í þeim er líka svo mikið af
skáldskap, eins og í þeim er, þá eru þær þeir gimsteinar, sem
þær eru.
Veikasta atriðið í þessari sögu Jóns Trausta er lýsing hans á
Hjalta, unnusta Önnu frá Stóruborg. Honum hefir ekki tekist, að
gera lesandanum það fyllilega skiljanlegt, hvers vegna Anna einmitt
velur sér þennan umkomulausa smaladreng. Því þó hann hafi falleg
augu og verði með tímanum nokkur íþróttamaður (skurðhagur og