Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 73

Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 73
149 annan) rekja ættir flestra manna, sem taldir eru í bókinni, alla leið upp til landnámsmanna, og stundum jafnvel enn lengra. Að leggja rökstuddan dóm á vísindalegt gildi eða áreiðanleik slíkrar bókar sem þessarar, er ekki annarra meðfæri en sérfræðinga einna. og leiðum vér því hest vorn frá því. En hvort sem misfellur kynnu á henni að vera fleiri eða færri, þá er það víst, að hún veitir mikinn fróðleik og getur orðið mörgum bæði að gagni og gamni. A því höf. mikla þökk skilið fyrir sitt mikla og óeigingjarna starf að henni, og væri óskandi, að hún seldist svo vel, að hann fengi hvöt til að semja og gefa út fleiri bækur af sama tægi. V G. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON: VANRÆKT VANDAMÁL ÞlNGS OG þjÓÐAR. Rvík 1914 (Sigf. Eym.). í bæklingi þessum eru prentaðar 5 þingræður landlæknis G. B. á alþingi 1914 og 1 blaðagrein, ásamt ýmsum skýringum og athuga- semdum. Eru það alt ákaflega snjallar hugvekjur, sem vert er að kynna sér, og þar margt tekið fram, sem full þörf var á að segja, en flesta brestur hug og djörfung til. Í’ví það er jafnan vanþakklátt verk, að grípa á kýlum manna og segja þeim til syndanna. En þess þó óvíða meiri þörf en á íslandi, þar sem svo hörmulega snautt er um alla gagnrýni og blöðin vanrækja skyldu sína í því efni svo herfilega. Fyrsta hugvekjan er um »utanríkismál íslands* og »sambandið •við Danmörku*, sérstaklega í sambandi við striðið. Er hún að vísu snjöll í mörgum greinum, en þar þó lengra farið, en nokkru hófi sæti, sem bendir ótvírætt á, hvílíkum óhug hefir slegið á menn við hinar fyrstu fregnir um stríðið, og hve miklum taugatitringi, hita og æsing þær hafa hleypt í fólk. Aftur er ádrepan um sóunnið dags- verk á alþingic orð í tíma talað, enda margt af því, sem þar er á- talið, síðar tekið til greina af stjórn landsins. Þá eru og »Tollheimt- an og tortrygnim og »Kjósendadekrið« ágætis hugvekjur, og þá ekki síður »Grískudósentinn«, sem sannarlega var vel gert að berjast á móti, jafnóþarft og það embætti er í alla staði, og sem allir kjós- endur ættu að heimta afnumið hið bráðasta aftur, áður en búið er að pota einhverjum alikálfi þingflokkanna í það. Fyrirtaks hugvekja er og »Þingsköpin og ósköpin á alþingi«, þar sem gagnrýnd eru vinnu- brögð alþingis og meðferð þess á málunum. Enda sýna verkin merk- in, hvílíkt hrákasmíði mörg þau lög eru, sem þingið lætur frá sér fara. Verður því afleiðingin sú, að mikið af starfi eftirfarandi þinga gengur í að bæta úr verstu göllunum á nýsömdum lögum, og taka aftur, það sem næst undanfarin þing hafa gert. Fram á þetta er greinilega sýnt í dálitlu yffrlití aftast í bæklingnum, og sést af því, að af 244 lögum, sem samþykt hafa verið á síðustu þingunum (1907 —1913), hefir verið gerð tilraun (í frumvarpsformi) til að breyta 99, og 41 af þeim komist fram með nýjum lögum. Þetta sýnir, hve hroðvirknin hefir verið mikil og málin lítt hugsuð. Og þetta er altaf að færast 1' vöxt. Þannig var á aukaþinginu 1914, sem kvatt var saman einung- is vegna stjórnarskrármálsins, farið fram á breytingar á 32 lögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.