Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Side 74

Eimreiðin - 01.05.1915, Side 74
150 frá þingunum 1907 —1913, og af þeim voru 13 frá þinginu 1913, árinu áður. Svo rammgölluð fundust mönnum þau, að ófært þótti, að láta þau standa óhögguð til næsta reglulegs alþingis. Og afleið- ingin auðvitað su, að þingið hafði alls engan tíma til að afgreiða stjórnarskrána, stærsta og vandamesta mál löggjafarinnar, með lög- skyldri og sjálfsagðri vandvirkni, en varð að gera það með afbrigð- um frá þingsköpunum. Og nú rífast flokksblöðin og sjálfir þing- mennimir um, hvað eiginlega hafi verið gert í því máli, eða hvernig það eigi að skilja. Ekki ólíklegt, að alþýðan eigi erfitt með að finna botn í því, úr því þingmennirnir sjálfir vita ekki, hvað þeir gerðu. V. G. ÁRSRIT VERKFRÆDINGAFKLAGS ÍSLANDS 1912 —1913. Gefið út af sljórn félagsins. Rvík 1914 (Sigf. Eym.). í riti þessu er fyrst skýrt frá stofnun sVerkfræðingafélags íslands*. lögum þess og fundargerðum. Þá eru þar prentuð erindi flutt á fé- lagsfundum, ýmist á dönsku eða íslenzku, og eru þau þessi: 1. C. Bech: Jærnbeton, særlig dets Anvendelse ved Vandbyg- ningsarbejder. 2. Jón Þorláksscm: Brúin á Ytri-Rangá. 3. R'ögti- valdur Ólafsson: Um byggingarsamþykt handa Reykjavíkurkaupstað. 4. M. E. Jessen: Motorer. 5. Asgeir Torfason: Um íslenzkt melkorn og nokkra sæþörunga. 6. P. Smith: Traadlös Telegrafi. 7. Th. Krabbe: Om Pælekrebs og Pæleorm og deres Forekomst ved Island. 8. O. Forberg: Telegrafens og Telefonens Anlæg og Udvikling paa Island. — Ennfremur er þar yfirlit yfir helztu mann- virki gerð á íslandi 1913. og að lokum útdrættir úr 2.—3. fyrirlestr- inum á ensku og úr 5., 7. og 8. á þýzku. Eins og af þessu efnisyfirliti má sjá, er ritið hið eigulegasta, enda vel frá því gengið í alla staði. Er gleðilegt að sjá, að vér skulum nú þó vera komnir svo langt, að hafa eignast verkfræðingafélag með j 4 meðlimum, og þá ekki síður hitt, að það skuii sýna þann áhuga, sem útgáfa þessa fróðlega rits ber svo ljósan vott um. Því allir vita, að ekki er þar til fjár að vinna, heldur aðeins til frama og frægðar. Hvern skyldi hafa grunað, að melkornið okkar (slenzka væri ekki næringarminna en hveiti, rúgur, hafrar eða bygg, heldur þvert á móti. En þetta hafa þó efnarannsóknir Ásgeirs Torfasonar sannað. Vér get- um þessa eins til fróðleiks og gamans, en verðum að öðru leyti að vísa mönnum í ritið sjálft, sem margt þarft má af læra. V. G. HAGSKÝRSLUR ÍSLANDS ÁRID 1912. 1.—4. Rvík 1914. Hin nýstofnaða »Hagstofa íslands« hefir gert þá breytingu á þessum skýrslum, að þær koma nú út í smærri heftúm og minna og handhægra broti, enda allur frágangur eitthvað þýðlegri og snotrari, en áður var, og sumu óþörfu slept. Fer verð hvers heftis eftir stærð- inni, frá 0,25—0,75, og geta menn keypt hvert hefti sér í lagi. En áskrifendur geta líka fengið alt, sem hagstofan gefur út á ári, fyrir einar 2 kr., og er það sannarlega ódýrt fyrir jafnmikinn og nauðsyn- legan fróðleik, sem þar fæst í aðra hönd.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.