Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Page 75

Eimreiðin - 01.05.1915, Page 75
i5i í hinum útkomnu fjórum heftum eru verzlunarskýrslur 1912, búnaðarskýrslur s. á., alþingiskosningar 1908—1914 og fiskiskýrslur og hlunninda 1912. Eru fyrirsagnir jafnan bæði á íslenzku og frönsku, svo að útlendingar geta líka haft full not af skýrslunum, og er mikið í það varið. Verzlunarviðskiftin við útlönd hafa 1912 alls numið nálega 32 milj. kr. (aðfl. tæpl. 15^/2 milj. og útfl. rúml. 161 /2 milj.), og hafa því meira en tvöfaldast síðan um aldamótin 1900, er þau námu ekki nema 15 milj. Skömm er að því, að sjá, að við skulum enn flytja inn kartöflur fyrir 64,000 kr., jafnauðvelt og er að rækta þær í landinu. Við ættum miklu fremur að verða aflögu færir í þeim efn- um, geta flutt talsvert út af þeim. Einkennilegt er líka að sjá, að við skulum flytja inn tólg, ost, saltkjöt og niðursoðið kjötmeti, fisk- meti og mjólk fyrir samtals nál. 122,000 kr. Þetta ættum vér þó sannarlega ekki að þurfa að sækja til annarra. Nóg af þvl til í Iand- inu, ef samgöngunum er komið í eðlilegt horf. Við ættum heldur ekki að þurfa að flytja inn klæði og ullarvefnað fyrir nál. 300,000 kr., jafn- mikið og framleitt er af ull í landinu, og nóg af vatnsafli, til að reka vinnuvélar. Og svo er um enn fleira. Af útfluttum vörum vega fiskiafurðirnar drýgst, 121 / 4 milj, kr., og fara sívaxandi (1901 ekki nema 5 milj.), en landbúnaðarafurðir ekki nema tæpl. 3^/4 milj. (1901 ekki nema i9/io milj.), og iðnaðar- vörur ekki nema einar 45,000 kr. Samkvæmt búnaðarskýrslunum hefir nautgripatalan 1912 verið 26,285, sauðfjár 600,181, hrossa 45,847 og geitfjár 846. Túnin voru 19,613 hektarar (61,455 dagsláttur), en kálgarðar og annað sáðland ekki nema 347 hektarar. Töðufall var 706,000 hestar, en úthey 1,429,000 hestar. Af kartöflum fengust 33,000 tunnur, en af rófum 17,000. og er það alt of lítið. Mótekjan varð 280,000 hest- ar, en hrísrifið ekki nema 14,000 hestar. Fiskiveiðaflotinn var fyrst og fremst 1644 bátar og 159 stærri fiskiskip, og af þeim aftur 135 seglskip og mótorskip, 20 botnvörp- ungar og 4 önnur eimskip. Kosningaskýrslurnar sýna, að hluttaka kjósenda í alþingiskosning- um hefir mjög aukist á síðari árum. 1874 kusu ekki nema 19,6 °/o af öllum kjósendum, en 1900 48,7 °/o, 1911 78,4 °/o og 1914 70 °/0 í þeim kjördæmum, er kosning fór fram í (en ekki nema 55,8 ®/o á öllu landinu, af því engin kosning fór fram í 6 kjördæmum). T’etta, sem hér hefir verið tekið fram, er rétt til smekks, til að auka lystina. En vér viljum ráða öllum til að fá sér sjálfar skýrslurn- ar, því án þeirra má enginn vera, sem nokkurn áhuga hefir á lands- málum, högum þess og framförum. V G. JÓNAS JÓNSSON: NÝJU SKÓLARNIR ENSKU. Rvík 1912. Þetta er ágætiskver eða hugvekja, sem allir þeir, er við uppeldis- mál fást, ættu að kynna sér. Er þar lýst skólamentun Englendinga, og einkum skólum með nýju fyrirkomulagi, er þeir hafa komið upp hjá sér. Er þar jöfnum höndum lögð áherzla á að þroska líkamann

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.