Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 80
156
sanna, að margar af hinum eldri skoðunum á vmsum atriðum í þessu efni eru ekki
á rökum bygðar. Niðurstaða hans er í stuttu máli þessi:
Elzt er Ólafssagan í hinum eldri yfirlitsritum. konungaæfum þeirra Sæmundar
tróða og Ara fróða (í íslendingabók hinni eldri), Noregssögu í*jóðreks munks og
Agripi, sem öll byggja ýmist eingöngu eða mestmegnis á munnlegri sögusögn. t*ar
sem |)essi rit Sæmundar og Ara eru töpuð, verður lítið sagt um áhrif þeirra á hinar
vngri Ölafssögur, nema hvað Snorri notar tímatal Ara. Þjóðrekur byggir mestmegnis
á munnlegum frásögnum Islendinga, en notar þó einnig að nokkru leyti bæði útlendar
kronikur, (norskt ) konungatal og helgisögu Ólafs eftir Evstein erkibiskup (frá 1170).
Agrip (sem ritað er í Noregi, en líklega af Islendingi) notar aftur rit I^jóðreks, en
bvggir þó líklega mestmegnis á munnlegum frásögnum.
Öll þessi eldri yfirlitsrit stafa frá 12. öld. En á henni ofanverðri verður og til
hin fyrsta sérstaka < )lafssaga, bygð á munnlegum frásögnum einum og skáldakvæðum,
og hefir hiín af fræðimönnum verið skírð »Elztasaga«. En af henni eru ekki til nema
nokkur brot. ?essi saga var svo smámsaman aukin, og varð þá til í byrjun 13. aldar
hin svonefnda »Miðsaga«, er inn í var skotið köfium úr Ágripi og Fóstbræðrasögu og
nokkrum munnlegum sögusögnum. Sú saga er algerlega töpuð, en á henni bygðist hin
svonetnda »Helgisaga« (bæði stytt og aukin) og eins Ólafssaga Styrmis fróða (um 1210
—1220), bæði breytt og mjög aukin. en sem nú er ekki lengur til sem sérstök saga,
heldur aðeins í köflum í öðrum ritum. En svo virðist sem hann hafi fullkomnað sög-
una mjög og bætt í mörgum greinum, þó helgisögublærinn væri enn yfirgnæfandi hjá
honum eins og fyrirrennurum hans.
En svo kemur Snorri til sögunnar. og byggir hann að vísu aðallega á sögu
Stvrmis, en notar ])ó einnig margar aðrar heimildir, bæði munnlegar og skriflegar.
Og í hans höndum verður ólafssagan fyrst reglulegt sagnarit, með því hann með
frábærri gagnrýni vinsar það úr, sem honum finst sennilegast og trúlegast, en fellir
hitt burt, sem fjarri var öllum sanni. Og svo gefur hann sögunni þann snildarbúning,
bæði að niðurskipun og stíl, sem jafnan hefir vakið hvers manns aðdáun. Seinna ritaði
Snorri Heimskringlu, og upp í hana tók hann þá Ólafssögu sína, en þó með ýmsum
smábreytingum og viðaukum. — Á 14. öld var svo Ólafssaga Snorra smámsaman aukin
með innskotsköflum úr sögu Stvrmis og öðrum sögum og þáttum, og mvnduðust þannig
hinar stærri Olafssögur, sem sjá má t. d. í Flateyjarbók í fyllingu sinni,
í*ó að dr. Nordal hafi í þessum rannsóknum sínum haft mikinn stuðning af rann-
sóknum fyrirrennara sinna, einkum Storms, Gjessings, Maurers, Meissners, Finns Jónsson-
ar o. fl., þá hefir honum tekist að komast framar en ])eir í mörgum einstökum atriðum
og leiðrétta hinar eldri skoðanir í ýmsum greinum. Eru einkum sannanir hans fyrir því,
að Snorri hafi fyrst samið sérstaka ólafssögu og síðan tekið hana upp í Heimskringlu
með nokkrum breytingum, fyrirtaks góðar, og eins er líklegt. að skoðanir manna á
sagnastarfi Styrmis fróða verði hér eftir aðrar og réttlátari en hingað til. En annars
ber öll bókin yfirleitt vott um allmikla skarpskygni og góða vísindahæfileika.
V. G.
Leiðréttingar.
I EIMR. XXI, 1 eru menn beðnir að leiðrétta þessar prentvillur- bls. 117
fyrir »hálfri þriðju öld« komi: hálfu þridja þúsundi ára; bls. i84 f. »einn hluta af
ábyrgð« komi: sinn hluta af ábyrgð; bls. 73** f. »mæla í þeim korn« komi: mala
í þeim korn.