Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Side 117

Eimreiðin - 01.09.1920, Side 117
EIMREIÐIN) RITSJÁ 373 vinar manns reka, sundurtætt og limlest. En eg á þá enga. »Haf- meyjan« er eini ástvinurinn minn«. — Alt þetta hrópar hann gegnum »brimgnýinn og veðurdyninn«, en lesandinn finnur, að þetta er skrifborðs eða ræðustóls »rhetorik«. Næsl er »Leikföngin«, ekki ólipurt skrifuð saga, eins og reynd- ar flest í bókinni. En að þvi sleptu, að óþarft sýnist af höf., að vera að hnýta í útgefendurna fyrir það, að þeir geti ekki gefið út takmarkalaust, jafnvel það sem er gott, þá sé eg ekki að höggið í sögunni hitti naglann. Hvað er eiginlega átt við með þessu, sem er aðalatriði sögunnar, að rithöfundurinn hættir að skrifa skáldsögur (brennir handritin) en snýr sér að »manns- hjörtum og mannssálum?« Var það ekki einmitt hlutverk hans sem skálds? Ef ekki, þá var það skaðlaust, að útgefendurnir höfnuðu sögunum. Eða ef átt er við það, að hann taki nýja stefnu í skáldskapnum, þá kemur það ekki fram i sögunni, enda mun ekki vera átt við það. Forboðnir ávextir er saga, sögð af talsverðri tilfinningu, og höfundinum tekst að ná skuggunum ægilega djúpum, svo að það fyrirgefst, að sagan er í rauninni alls ekki ný saga. Leiðin- legt, að presturinn skuli ekki einu sinni kunna þessi fáu orð, sem mælt eru um leið og rekum er kastað á kistu í gröfinni. Hann segir: »af mold ertu komin« í stað »af jörðu ertu komin«. Pað er góðra skálda háttur, að vanda alt slíkt smávegis. y>Hún kemur seinna« er um prest, sem er spiritisti, og fær fyrir það öfluga mótspyrnu af ýmsum í söfnuðinum, og eru þeir forgöngumenn andstöðunnar, læknirinn og hreppstjórinn. Þetta er söguefni, og höf. skrifar af talsverðum hita, svo að stílsmátinn verður liðugur og reiprennandi. En sagan lýsir eigi litlum mis- skilningi. Höf. sýnist sem sé ekki vilja kannast við neina eilifðar- von eöa guðstrúarþrá utan spiritismans. »Traaden ovenfra« geti ekki knýtst af öðru. Petta sést af orðatiltækjum eins og því, að deilan um spiritismann sé um »eilífðar von ogeilifðar afneitun«(bls. 83). Á næstu bls. segir svo höf., að það, hvernig menn taki þessu máli sé mælikvarði á það »hvað mikið guð ætti í þeim«. Og enn fremur kemur þetta fram í öllum umræðunum og sömuleiöis í sögu síra Hreiðars. En þetta er argasta firra, og eins og forgöngumenn spiritismans munu geta frætt höf. um, þá er sú mótstaðagegn sam- bandinu við framliðna, sem sprottin er af afneitun annars heims, alveg hverfandi á móts við hina, sem amast við slíkum tilraunum af alt öðrum ástæðum. Báðir flokkar geta verið jafn sannfærðir um tilveru ósýnilegs andaheims og framhaldstilveru eftir dguða líkamans, alveg eins og þeir eru jafnsannfærðir um tilveru plá- netunnar Marz, sem neita því að boð hafi borist þaðan með loftskeytum eins og hinir, sem halda aö svo hafi verið. Eg er sannfærður um, að málefni spiritismans er ekki með öðru meiri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.