Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Page 6

Bókasafnið - 01.01.1998, Page 6
JÓHANNA GUNNLAUGSDÓTTIR OG KristIn H. Pétursdóttir Félag um skjalastjórn tíu ára 1 élag um skjalastjórn var stofnað þann 6. desember 1988 og á því tíu ára afmæli á þessu ári. Stofnfélagar voru 57 talsins. í lögum félagsins stendur að markmið þess sé að efla þekkingu og skilning á skjalastjórn hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum, ennfremur að efla tengsl þeirra sem starfa við skjalasöfn og stuðla að sam- vinnu þeirra í milli. Félagar geta allir þeir orðið sem vilja vinna að markmiðum félagsins.1 Nú að tíu árum liðnum eru félagar Félags um skjalastjórn um 170 talsins eða u.þ.b. einn félagi á hverja 1.600 íbúa landsins. Telja má þetta frábæran árangur ef miðað er við stærstu og virtustu skjalasamtökin í heiminum í j dag en félagsmenn í bandaríska hluta ARMA International j (Association of Records Managers and Administrators) eru nú einn á hverja 25.000 íbúa og félagar í RMAA (Records Management Association of Australia) um einn á 8.500 íbúa.2 Hvað er skjalastjórn? J Skjalastjórn er bein þýðing á enska hugtakinu „Records Management" og er skilgreind á eftirfarandi hátt: ...kerfisbundin stjóm á skjölum frá því þau verða til í stofnun eða fyrirtæki eða berast að og þar til þeim er eytt eða komið fyrir í varanlegri geymslu. Skjalastjórn felur í sér flokkun, skráningu og merkingu skjala, dreif- ingu, vistun og endurheimt, gerð örefnis, enn- fremur stjórn á framleiðslu og notkun eyðu- blaða og skýrslna, gerð geymslu- og öryggis- áætlana og fræðslu starfsfólks um skjalamál.3 En hvað kallast skjal? í lögum um Þjóðskjalasafn íslands frá árinu 1985 er nákvæm skilgreining á því hvað telst skjal. Hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýsingar og orðið hafa til við starfsemi á vegum stofnunar eða einstaklings, hvort sem um er að ræða skrifleg gögn, ljósmyndir, filmur, örglærur, hljóðupptökur, gataspjöld, segul- bönd eða önnur hliðstæð gögn.4 I stuttu máli má því segja að skjöl séu ekki aðeins bréf eða pappír heldur öll gögn án tillits til þess á hvaða formi þær eru. Skjalastjórn á að tryggja að hægt sé að finna skjöl á fljót- virkan og öruggan hátt þegar á þarf að halda og auka þannig hagkvæmni í rekstri fyrirtækja og stofnana. Ennfremur að tryggja að skjöl hvorki glatist, skemmist né komist í hendur óviðkomandi aðila og að koma í veg fyrir að ónauðsynlegur pappír og upplýsingar í öðru formi safnist fyrir á skrifstofum og í geymslum og fyrirbyggja jafnframt ótímabæra eyðingu skjala. Stofnun félags um skjalastjórn Aðdragandi að stofnun félagsins var að tíu konur frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Reykjavfk komu saman sumarið 1987 til þess að ræða úrbætur í skjalamálum og fræðslu í skjala- stjórn. Þetta voru Jóhanna Gunnlaugsdóttir bókasafnsfræðingur hjá Gangskör sf., Kristín Geirsdóttir forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Landsvirkjunar, Kristín I. Jónsdóttir kennari í Verzlunarskóla íslands, Kristín Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur hjá Gangskör sf., Kristín H. Pétursdóttir forstöðumaður Skjala- safns Landsbanka íslands, Ragnhildur Bragadóttir forstöðumað- ur Ameríska bókasafnsins, Svanhildur Bogadóttir borgarskjala- vörður, Una Eyþórsdóttir kennari hjá Flugleiðum hf„ Stefanía Júlíusdóttir kennari í Háskóla íslands og Vilborg Bjarnadóttir stjórnunarritari hjá Flugleiðum hf. Þær kölluðu sig Áhugahóp um skjalastjórn og leituðu víða fyrirmynda að formlegri samvinnu þeirra sem vinna að skjala- stjórn. Fyrir valinu urðu alþjóðleg samtök skjalastjórnenda, ARMA International en höfuðstöðvar þeirra eru í Bandaríkjun- um. Fyrir milligöngu ARMA International og fyrirgreiðslu Menningarstofnunar Bandaríkjanna hafði Áhugahópurinn ráðist í að halda námsstefnu í janúar 1987 um grundvallaratriði skjala- stjórnar. Fyrirlesari var þekktur bandarískur kennari og fyrir- lesari, James C. Bennett prófessor frá ríkisháskóla Kaliforníu. Meðal námsstefnugagna var orðalisti yfir hugtök í skjala- stjórn, Orðalisti. Enska-íslenska, íslenska-enska, sem átti eftir að ryðja brautina fyrir frekari fræðslu. Orðalistinn var endur- útgefinn árið 1989. Námsstefnan tókst með ágætum og vakti góð viðbrögð og í framhaldi samdi áhugahópurinn drög að lögum og bauð til stofnfundar Félags wn skjalastjórn þann 6. desember 1988. Stjórn og- starfsemi Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þær Kristín Ólafsdóttir formaður og Svanhildur Bogadóttir varaformaður ásamt Jóhönnu Gunn- laugsdóttur, Kristínu Geirsdóttur, Kristínu H. Pétursdóttur og Ragnhildi Th. Bragadóttur. Formenn félagsins síðan hafa verið Svanhildur Bogadóttir, Magnús Guðmundsson, Bjarni Þórðar- son, Alfa Kristjánsdóttir og núverandi formaður er Kristín H. Pétursdóttir. Frá upphafi hafa eftirfarandi hópar og nefndir starfað á vegum stjórnar: fræðsluhópur, kynningarhópur, orða- nefnd, ritnefnd, staðlahópur, lagahópur og siðanefnd. Á síðastliðnum tíu árum hafa verið haldnar fimm stórar námsstefnur um ýmsa þætti skjalastjórnar með bandarískum og breskum fyrirlesurum. Mikill fjöldi fræðslufunda hefur verið skipulagður á vegum félagsins og í samvinnu við aðra aðila og má þar til dæmis nefna umfjöllun um ný lög eða breytingu á 6 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.