Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 6

Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 6
JÓHANNA GUNNLAUGSDÓTTIR OG KristIn H. Pétursdóttir Félag um skjalastjórn tíu ára 1 élag um skjalastjórn var stofnað þann 6. desember 1988 og á því tíu ára afmæli á þessu ári. Stofnfélagar voru 57 talsins. í lögum félagsins stendur að markmið þess sé að efla þekkingu og skilning á skjalastjórn hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum, ennfremur að efla tengsl þeirra sem starfa við skjalasöfn og stuðla að sam- vinnu þeirra í milli. Félagar geta allir þeir orðið sem vilja vinna að markmiðum félagsins.1 Nú að tíu árum liðnum eru félagar Félags um skjalastjórn um 170 talsins eða u.þ.b. einn félagi á hverja 1.600 íbúa landsins. Telja má þetta frábæran árangur ef miðað er við stærstu og virtustu skjalasamtökin í heiminum í j dag en félagsmenn í bandaríska hluta ARMA International j (Association of Records Managers and Administrators) eru nú einn á hverja 25.000 íbúa og félagar í RMAA (Records Management Association of Australia) um einn á 8.500 íbúa.2 Hvað er skjalastjórn? J Skjalastjórn er bein þýðing á enska hugtakinu „Records Management" og er skilgreind á eftirfarandi hátt: ...kerfisbundin stjóm á skjölum frá því þau verða til í stofnun eða fyrirtæki eða berast að og þar til þeim er eytt eða komið fyrir í varanlegri geymslu. Skjalastjórn felur í sér flokkun, skráningu og merkingu skjala, dreif- ingu, vistun og endurheimt, gerð örefnis, enn- fremur stjórn á framleiðslu og notkun eyðu- blaða og skýrslna, gerð geymslu- og öryggis- áætlana og fræðslu starfsfólks um skjalamál.3 En hvað kallast skjal? í lögum um Þjóðskjalasafn íslands frá árinu 1985 er nákvæm skilgreining á því hvað telst skjal. Hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýsingar og orðið hafa til við starfsemi á vegum stofnunar eða einstaklings, hvort sem um er að ræða skrifleg gögn, ljósmyndir, filmur, örglærur, hljóðupptökur, gataspjöld, segul- bönd eða önnur hliðstæð gögn.4 I stuttu máli má því segja að skjöl séu ekki aðeins bréf eða pappír heldur öll gögn án tillits til þess á hvaða formi þær eru. Skjalastjórn á að tryggja að hægt sé að finna skjöl á fljót- virkan og öruggan hátt þegar á þarf að halda og auka þannig hagkvæmni í rekstri fyrirtækja og stofnana. Ennfremur að tryggja að skjöl hvorki glatist, skemmist né komist í hendur óviðkomandi aðila og að koma í veg fyrir að ónauðsynlegur pappír og upplýsingar í öðru formi safnist fyrir á skrifstofum og í geymslum og fyrirbyggja jafnframt ótímabæra eyðingu skjala. Stofnun félags um skjalastjórn Aðdragandi að stofnun félagsins var að tíu konur frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Reykjavfk komu saman sumarið 1987 til þess að ræða úrbætur í skjalamálum og fræðslu í skjala- stjórn. Þetta voru Jóhanna Gunnlaugsdóttir bókasafnsfræðingur hjá Gangskör sf., Kristín Geirsdóttir forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Landsvirkjunar, Kristín I. Jónsdóttir kennari í Verzlunarskóla íslands, Kristín Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur hjá Gangskör sf., Kristín H. Pétursdóttir forstöðumaður Skjala- safns Landsbanka íslands, Ragnhildur Bragadóttir forstöðumað- ur Ameríska bókasafnsins, Svanhildur Bogadóttir borgarskjala- vörður, Una Eyþórsdóttir kennari hjá Flugleiðum hf„ Stefanía Júlíusdóttir kennari í Háskóla íslands og Vilborg Bjarnadóttir stjórnunarritari hjá Flugleiðum hf. Þær kölluðu sig Áhugahóp um skjalastjórn og leituðu víða fyrirmynda að formlegri samvinnu þeirra sem vinna að skjala- stjórn. Fyrir valinu urðu alþjóðleg samtök skjalastjórnenda, ARMA International en höfuðstöðvar þeirra eru í Bandaríkjun- um. Fyrir milligöngu ARMA International og fyrirgreiðslu Menningarstofnunar Bandaríkjanna hafði Áhugahópurinn ráðist í að halda námsstefnu í janúar 1987 um grundvallaratriði skjala- stjórnar. Fyrirlesari var þekktur bandarískur kennari og fyrir- lesari, James C. Bennett prófessor frá ríkisháskóla Kaliforníu. Meðal námsstefnugagna var orðalisti yfir hugtök í skjala- stjórn, Orðalisti. Enska-íslenska, íslenska-enska, sem átti eftir að ryðja brautina fyrir frekari fræðslu. Orðalistinn var endur- útgefinn árið 1989. Námsstefnan tókst með ágætum og vakti góð viðbrögð og í framhaldi samdi áhugahópurinn drög að lögum og bauð til stofnfundar Félags wn skjalastjórn þann 6. desember 1988. Stjórn og- starfsemi Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þær Kristín Ólafsdóttir formaður og Svanhildur Bogadóttir varaformaður ásamt Jóhönnu Gunn- laugsdóttur, Kristínu Geirsdóttur, Kristínu H. Pétursdóttur og Ragnhildi Th. Bragadóttur. Formenn félagsins síðan hafa verið Svanhildur Bogadóttir, Magnús Guðmundsson, Bjarni Þórðar- son, Alfa Kristjánsdóttir og núverandi formaður er Kristín H. Pétursdóttir. Frá upphafi hafa eftirfarandi hópar og nefndir starfað á vegum stjórnar: fræðsluhópur, kynningarhópur, orða- nefnd, ritnefnd, staðlahópur, lagahópur og siðanefnd. Á síðastliðnum tíu árum hafa verið haldnar fimm stórar námsstefnur um ýmsa þætti skjalastjórnar með bandarískum og breskum fyrirlesurum. Mikill fjöldi fræðslufunda hefur verið skipulagður á vegum félagsins og í samvinnu við aðra aðila og má þar til dæmis nefna umfjöllun um ný lög eða breytingu á 6 BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.