Áramót - 01.03.1909, Síða 6
IO
sinni til heimsins. Grlampinn í auga guðs er 16.
versið í 3. kap. Jóliannesar guðspjalls: “Svo
elskaði guð heiminn,. að hann gaf son sinn einget-
inn, til þess að hver, senl á hann trúir, glatist ekki,
heldur hafi eilíft líf.” Svona horfir guð frá Nebó
dýrðar sinnar niður til heimsins. Útsýni hans
er mikið. Hann sér yfir allan lieim. Kærleikur
guðs er ekki þröngsýnn. Hann breiðir sig bless-
andi yfir heim allan. Og er drottinn horfir frá
Nebó, er honum einungis eitt í huga: frelsun
mannanna. Til þess að frelsa þá frá glötun og
gera þá sæia vill hann alt til vinna. Alt vill guð
í sölurnar leggja til þess að mennirnir komist
ujip á hæðir trúarinnar og fái eignast unað þann
allan, er á hæðinni veitist, og fái að njóta víðsýn-
isins og fegurðarinnar. Svo elskar guð heiminn.
að hann gefur sjálfan sig út fyrir hann, stígur
sjálfur niður í dýpsta dal hörmunganna og lyftir
á örmum sínum, útþöndum á kvalakrosjsi, öllu
þaðan upp á hæðir sælunnar. — Aðal-verk guðs
er trúboð.
* * *
Kirkjuþingsmenn! Kirkjufélag vort er
stofnað upp á fjalli trúarinnar. Vér liöfum,
kristnir og lúterskir Islendingar í landi þessu,
reist tjald á dýrðarfjallinu hjá drotni vorum
Jesú Kristi. Feður vorir og bræður í trúnni
sögðu hverjir við aðra fyrir nær aldarfjórðungi:
“Gott er, að vér erum hér, herra! Látum oss
gera hér tjald handa oss og börnum vorum.”
Tjaldið var reist á hæð hreinnar trúar. Móses
og Elías voru boðnir í tjaldið, lögmálinu og spá-
dómunum veitt heiðurssæti þau, er þeim bar. En