Áramót - 01.03.1909, Side 7
II
í öndvegi var settur Hinn Eini, liann, sem alt fær
birtuna af, guðs sonur Jesús Kristur; fagnaðar-
erindi hans veitt æðsta veldi. LítiS er aS sönnu
tjald vort í samanburSi viS mörg liin stærri tjöld
kristinna bræSra vorra, sem á trúarfjallinu
tjalda, en þeim engu óveglegra, af því þaS er,
eins og þau, helgaS fyrir íbúS Krists. Tjalda-
klasi þessi hinn mikli er í raun og veru ein og
sameiginleg tjaldbúð guðs meðal mannanna,
heilög, almenn kristileg kirkja. En eigi að síður
hefir þó hvert einstakt tjald sérkenni sitt og sér-
verk að vinna. Til einkennis er ritað uppyfir
anddyri vors tjalds: HiS evangeiisk-lúterska
kirkjufélag Tslendinga í Yesturheimi. Bendir
það nafn til þess, að þeir sem tengdir eru bönd-
um sameiginlegs jarðnesks ætternis, dvelja þar
saman í andlegri og trúarlegri einingu. Sjálft
nafn tjaldbúðar vorrar bendir til andlegs víð-
sýnis, því þótt r.afnið að sönnu takmarki útsýnið,
þá ber þaS einnig það með sér, að stofnan þessi er
ætluð öllmn þeim hluta íslenzkrar þjóðar, sem
búsettur er í þessu landi, og ekkert minna má
maður hafa fyrir augunum en sameining allra
bræðra vorra í þessu andlega tjaldi uppá trúar-
hæðinni hjá drotni Jesú Kristi. Ekkert minna
útsýni megum vér sætta oss við en þetta, þá er
vér horf”m út úr dyrum félagslegrar tjaldbúðar
vorrar. Og miklu meira útsýni á oss vafalaust
einnig aS veitast. Vér eigum vafalaust einnig að
fá að horfa, í samfélagi við aðra kristna bræður,
út um heim allan, því ekkert minna útsýni má
kirkja Krists sætta sig viS. Hún á að liorfa út
yfir allan lieim eins og guð, með sömu þrá í