Áramót - 01.03.1909, Side 8
12
»
brjósti sér til að frelsa hann eins og var í lijarta
guðs, þegar hann gaf heiminum til frelsunar son
sinn eingetinn.—Aðal-verk kirkjunnar er trúboð.
# * #
Tjaldbúð vora höfum vér reist á háa trúar-
fjallinu. En hvað veldur því, að útsýni vort
liefir ekki ávalt verið mikið? Hvað veldur því,
að sjóndeildarhringur vor er enn svo lítill?
Ekkert getur valdið því annað en það, að vér
höfum ekki verið nægilega nærri guði, þá vér
horft höfum, ekki horft með augum, sem guð
hefir upp lokið, ekki horft frá sjónarmiði guðs.
Ekkert getur valdið því annað en skortur á lif-
andi trú, þeirri trú, sem treystir guði og áræðir
alt. Ekkert getur valdið því annað en ófullkomið
samfélag við frelsara vorn, svo vér höfum ekki
ailir til hlítar reynt þann hjartans fögnuð og
sálarsælu, sem freisaður syndari finnur hjá Jesú.
Ekkert getur valdið því annað en skortur á þeim
kærleika, sem getinn er af lieilögum anda og lík-
ist elsku guðs að sjá'fsfórnar löngun. Víðsýnið
hefir verið minna ea vera mætti einnig fyrir þá
skuld, að vér höfum svo margir hverjir einstak-
lingarnir ekki séð út fyrir sjálfa oss, ekki horft
á annað en eigin hagsmuni, eigin heiður, eigin
skoðanir. Vér höfum oft staðið á mörgum smá-
um blettum, nokkrir menn í hóp á hverjum bletti.
og hver hópur séð einungis litla blettinn sinn.
Vér horfum á sjálfa oss og hverjir á aðra, og
verður þá útsýnið lítið, í staðinn fyrir að horfa
ahir í sömu átt, áttina þangað sem fingur guðs
bendir, áttina til hins fyrirheitna lands þeirra