Áramót - 01.03.1909, Page 10
14
Kirkjufélag vort liefir staðið nærri fjórðung ald-
ar. En nærri mun láta, að ekki nema einn þriðji
hluti íslenzkra manna í landi þessu sé í söfnuðum
kirkjufélags vors eða hafi hér sameinað sig
hinni sýnilegu kirkju drottins Jesú Krists. Vit-
anlega eru margir þeir, sem fyrir utan þau fé-
lagslegu vébönd standa, í trúarsamfélagi við guð
sinn og frelsara og oss andlega tengdir böndum
sameiginlegrar trúar. En svo framarlega sem
vér trúum því, að drottinn Jesús sjálfur ætlist
til þess, að lærisveinar sínir sameinist til sóknar
og varnar í baráttu fyrir sáluhjálp mannanna og
gegn öflum myrkursins og dreifingarinnar, þá
hlýtur hugsunin um ástand þetta að hafa hinn
mesta sársauka í för með sér fyrir oss. Að
sönnu megum vér með hrærðum hjörtum lofa guð
fyrir náð hans á liðinni tíð og gleðjast yfir því,
sem hann hefir gefið oss styrk til að afkasta, sem
ekki er lítið. Að því leyti getum vér af Nebó-
f'jalli horft til baka yfir eyðimerkurferðina eins
og Móses og sungið guði lof fyrir liðna tíð. —
Hvað liefir valdið því, að kirkjufélag vort hefir
ekki náð að útbreiðast og eflast fram yfir það.
sem er ? Fyrst af öllu það, að verkamennirnir
hafa verið svo sárfáir. Akrarnir hafa lengi
staðið hvítir til uppskeru, en kornskurðarmenn-
irnir hafa verið alt of fáir. Margar bvgðir hafa
verið án prestlegrar þjónustu. Guðs orð hefir
verið boðað að eins endrum og eins á mörgum
stöðum og sumsstaðar aldrei. Jafnvel í söfnuð-
um þeim, sem myndast hafa og í kirkjufélaginu
standa, er víða tilfinnanlegur skortur á prédikur-
um orðsins. Af söfnuðum kirkjufélags vors eru