Áramót - 01.03.1909, Síða 11
i5
að minsta kosti einir tíu, sem alls enga fasta
prestsþjónustu hafa, og margir — flestir — hinna
safnaðanna hafa prestsþjónustu einungis að ein-
hverjum parti. Vér liöfum verið að biðja guð að
senda verkamenn til uppskerunnar. Og nú er
góður guð að bænheyra oss. Mennirnir eru
komnir og að koma. En — “hvernig eiga þeir
að prédika, ef þeir eru ekki sendir?”. Og þótt
sárara sé frá að segja en tárum taki, þá virðist,
nú í svipinn að minsta kosti, sem á því muni
standa, að nú séum vér ófúsir á að senda frá oss
út á akrana mennina, sem guð hefir sent oss og
vill senda oss. Þeir, sem trúboðsstarfið eiga að
annast, reka sig á það mótlæti, að fé skortir til
framkvæmda, að efnahagur kirkjufélagsins leyf-
ir ekki, að sumt það sé færst í fang, sem annars
mætti nú framkvæma. Getur oss hugsast annað
mótlæti meira en það, ef svo skyldi fara, að korn-
ið ætti að hrynja niður á ökrunum, vel sprottnum
og hvítum, af því ekki væri unt að kosta mennina
tii kornskurðarins ? Hverjum er um að kenna?
Er það guði að kenna? Hefir hann gefið oss í
landi þessu jarðnesku efnin af svo skornum
skamti? Guð varðveiti oss frá slíku guðlasti!
Hann, sem oss hefir blessað með tímanlegri vel-
líðan svo mikiili, að undrum sætir. Sjálfum oss
og viljaleysi voru er um að kenna, ef starfið í
guðs ríki vor á meðai á að stranda á efnaskorti.
Ef vér berum fyrir fjárskort, ljúgum vér að
heilögum anda eins og Ananías og Saffíra í
postula-söfnuðinum forðum og verðskuldum
hegnandi reiði guðs eins og þau. Berum, oss öll-
um til kinnroða, kostnaðinn við trúboðsstarfið