Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 12
i6
saman við annan tilkostnað vorn á svæðum ver-
aldlegs lífs vors. Allur sá kostnaður væri ekki
nema agnarlítið smábrot í samanburði við fé það,
sem vér verjum til veraldlegra skemtana, hverf-
andi smábrot í samanburði við nautnir þær, er
vér að sjálfsögðu veitum oss, þótt ekki sé til
greina teknar óhófsnautnir eða syndsamlegar
nautnir, sem vér ættum að leggja niður. Trú-
boðs-kostnaðurinn allur er ekki nema hverfandi
smábrot í samanburði við fé það, sem vér verj-
um til að votryggja hið líkamlega líf vort. Fé
það, sem vér verjum kristilegum félagskap til
útbreiðslu og eflingar, er ekki nema lítt reiknan
legt brot í samanburði við fé það, sem vér verjum
til veraldlegs félagskapar, leynifélaga og annara
slíkra félaga, sem vér stöndum í. Ekkert af
þessu er lastað eða vanþakkað. Samanburður
þessi til þess eins gerður að benda oss, sem telj-
umst lærisveinar Jesú Krists og umboðsmenn
hans og þjónar, á það, livílík fávizka það sé og
synd, ef vér látum verkið, sem guð hefir falið
oss, líða fyrir fjárskort. Þess bíðum vér ekki
um eilífð bætur, ef vér látum vaxandi velmegun
vora í jarðneskum efnum leiða oss inn í þokudali
andlegs þröngsýnis og aftra oss frá að komast
upp á sólskins-hæðir trúarlegs víðsýnis.
# # #
Kæru bræður í Kristi Jesú! 1 dag hefjum
vér í nafni guðs hið 25. ársþing vors kæra kirkju-
félags. Setjum þingið og höldum það til enda
uppá fjallinu Nebó, uppá hæð heilagrar trúar.
Látum oss vera svo nærri guði, að vér fáum séð
alla hluti frá sjónarmiði guðs. Látum oss horfa