Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 13
*7
af fjallinu yfir alt vort fyrirheitna land. Höfum
hug til að horfa, horfa langt út í geiminn. Víð-
sýnið er mikið og dýrðlegt. Látum oss njóta
þess með miklum fagnaði. Látum ásannast, að
vér stöndum svo hátt, að hverfi alt liið smáa.
Látum ásannast, að vér höfum trú til að hefjast
handa og með endurnýjuðum krafti boða fagn-
aðarár drottins öllum íslenzkum lýð.
En til þess að dvöl vor hér á fjallinu fái orðið
oss öllum til blessunar og dýrð drottins fái ]jóm-
að um oss, þá sárbæni eg yður alla í nafni vors
sæ:a frelsara, að útrýma úr hjörtum yðar allri
eigingirni, öllum syndsamlegum metnaði, öllum
persónulegum ágreiningi og öllu sérlyndi, en
gefa yður á vald heilags anda, svo hann fái
stjórnað lmg og hjarta, orðum og atliötnum.
Og nú, er að því er komið að vér eigum að
stíga upp á sjálfa gnípuna Pisga, upp á hæsta
tind trúarfjallsins, og ganga inn í tjaldbúðina til
Jesú Krists til að meðtaka hið blessaða sakra-
ment líkama hans og blóðs, þá felum oss allir
forsjá guðs og leggjum oss auðmjúkir undir
miskunn hans. Hræðumst sýndir vorar, en vit-
um þó náð hans öllum syndum meiri og treystum
verðskuldun vors elskulegasta frelsara. Knýt-
um undir leiðsögn heilags anda hjörtu vor saman
í bróðurlegum kærleika. Fyrirgefum hverjir
öðrum, svo oss verði fyrirgefið. Þá mun friður
guðs fylla hjörtu vor, og útsýnið liéðan verða
anda vorum dýrðlega fagurt og mikið. Til alls
þessa og sérhvers annars góðs verks veiti algóð-
ur guð oss náð sína fyrir Jesfim Krist. Amen.