Áramót - 01.03.1909, Síða 16
20
Fyrir þeim, sem nú talar liér, er að því leyíi
eins ástatt og Páli postula við þetta sérstaka
tœkifœri á æfi hans, að hann hefir fyrir
skemmstu orðið fyrir aðsúg all-sterkum af hálfu
landa hans nokkurra, sem í andlegum efnum ekki
hafa getað fengið samfylgd hans og fyrir þá sök
talið hann hinn mesta skaðræðismann. Hann
nefnir erindi það, er hann flytr í þetta sinn,
apologia pro vita sua. Það er, að honum finnst,
eins og hann sé nú staddr á tröppunum að Ant-
onía-kastala, og hann notar tœkifœrið, sem býðst,
til þess að ávarpa landa sína og trúarbrœðr, sem
hevrt geta mál hans, og leitast við að gjöra þeim
skiljanlegt, hvers vegna framkoma sín á svæði
trúarinnar hefir verið eins og reynslan hefir
sýnt og hvers vegna hann nú í því tilliti stendr
einmitt í þessum sporum.
„Verið ætíð búnir til varnar fyrir liverjum
manni, er krefst af yðr reikningsskapar fyrir þá
von, sem í yðr er, en þó með hógværð og ótta, og
hafið góða samvizku, til þess að þeir, sem lasta
yðar góðu hegðan í Kristi, verði sér til skammar
í því, sem þeir mæla gegn yðr.“ Svo hljóðar á-
minning ein heilög frá fornöld til lærisveina Jesú
Krists (1. Pét. 3, 15. 16). Með erindi því, er eg
flvt nú, vil eg leitast við að fullnœgja þeirri post-
uilegu bending. Þetta á að vera málsvörn mín
frammi fyrir kirkjulýð þjóðar minnar.
1 síðastliðnum Nóvembermánuði miðjum var
eg sextíu og þriggja ára. Eg fœddist að Þvottá,
á suðaustr-jaðri Islands, hinum forna bólstað
Síðu-Halls. Faðir minn bjó þar þá sem bóndi.