Áramót - 01.03.1909, Page 17
en var Bessastaða-stúdent, og varð þrem árum
síðar prestr, fyrst að Kálfafelii í Pljótsliverfi,
síðan, eftir fimm ár, að Þingmúla í Skriðdal, í
Fljótsdalshéraði ofanverðu, en síðast frá árinu
1862 var hann prestr að Stafafelli í Lóni. Að
Kálfafelli hjuggu foreldrar mínir, er eg.fyrst man
eftir mér, en í Þingmúla dvaldi eg lengst í œsku,
og þar andaðist móðir mín 1856. Þar var eg af
föður mínum búinn undir skólagöngu þá, er fyrir
mér iá, og þar með þá einnig undir framtíðarlífið
yfirieitt. Hann kenndi mér mikið og vel. Þá
er eg kom í Eeykjavíkrskóla, 1861, hafði eg '
sumum frœðum, er þá var í skóla lögð einna mest
áherzla á, einkum latínu og grísku, numið miklu
meira en lang-flestir, ef ekki allir, nýsveinar á
því skeiði. Fæ eg honum aldrei fullþakkað þaðT
sem hann innrœtti mér. Þótt hann hið ytra lifði
algjöru bóndalífi, enda lengst af við lítil efni að
því er jarðneska afkomu snerti, var hann þó
maðr fjölfróðr, sílesandi, og í sumum bókmennta-
greinum frábærlega vel að sér, þannig t. a. m. í
heimspeki Forn-Grikkja, enda hafði hann býsna
vandlega lesið flestöll rit Platons á frumtung-
unni. Latínu las hann nokkurn veginn eins
hindrunarlaust og móðurmálið. Á guðfrœði
lagði hann aldrei mikla stund, og hugarstefna
hans í trúarefnum mun hafa verið fremr óákveð-
in, sem ineðal annars má af því marka, að við
húslestra notaði hann jöfnum höndum Vídalíns
postillu og Prédikanir Árna Helgasonar. Hús-
lestrarbœkr Pétrs biskups voru þar á móti aldrei
notaðar á því heimili, og kynntist eg þeim ekki
verulega fyrr en eftir að eg var kominn í skól t