Áramót - 01.03.1909, Page 18
22
og hafði persónulega kynnzt köfundinum. Að
sjálfsögðu voru Passíusálmar Hallgríms Pétrs-
sonar sungnir á langaföstu reglulega ár hvert á
œskuheimili mínu, og varð sú guðsorðabók mér
kærari en allar aðrar. Af eigin hvöt algjörlega,
eða án þess mér væri neitt slíkt sett fyrir, tók eg
mér stundum fyrir að læra utanbókar lieila sálma
í því safni, og var mér það nám yndi. Af ís-
lenzkum bókum öðrum festi eg í œsku helzt ást
við sumar fornsögur vorar, Njálu öllum fremr.
Yetrinn áðr en eg fór í skóla og eftir að eg var
nýfermdr þýddi eg á latneska tungu hjá föður
mínum all-langan þátt í þeirri sögu miðri. Aðr
en eg verulega byrjaði á latínu-námi lét hann mig
œfa mig í skrift við að taka eftirrit af Eyr-
byggjasögu allri, og hafði eg fyrir mér að eins
ræfi! af fljótaskriftar-handriti með talsvert
bundnu letri. A prenti kynntist eg þeirri bók
ekki fvrr en seinna. f landafrœði og almennri
mannkynnssögu hafði eg náð talsverðri þekking
áðr en eg fór í skóla, en næsta lítið hafði eg lært
af bókum í þeim greinum; lang-mest af því, sem
iun í mig komst þeirrar tegundar, liafði faðir
minn kennt mér með munnlegri tilsögn bókar
laust. Engin sérstök lífsköllun vakti fyrir mér
við uppbaf skclagöngu irinnar; að eins þráði eg
að getn orðið vel að mér í fyrirsettum náms-
greinum, og verk mitt í skólanum vildi eg vinna
samvizkusamlega.
Nú var eg kominn út í heiminn, fjarri föður-
húsurum og œskukunningjum öllum. Eg lagði á
stað í þá utanför með ljósri meðvitund um það,
að mér riði: á að hafa guð með mér hér eftir.