Áramót - 01.03.1909, Side 19
23
Hins vegar hélt eg því föstu, sem faðir minn
sagði við mig að skilnaði, að „guð hjálpar þeim,
sem hjálpa vill sjálfum sér.‘ ‘ Þeim oíðum trúði
eg, og af einlægu hjarta vildi eg því leggja mig
allan fram við skólastarfið til þess að það með
lijálp drottins fengi lieppnazt. En fyrir tals-
verðum vonbrigðum varð eg, er eg var í skólann
kominn. Hemendr í Eeykjavíkr-skóla voru með
lang-fæsta móti, sem þeir hafa nokkurn tíma verið,
um það levti, er eg kom þangað — að eins rúm-
lega þrjátíu. Þáð hefði nú ekki þurft að vera
neinn óhagr fyrir þann, er inn í hópinn kom,
heldr öllu fremr hið gagnstœða. En andinn, sem
helzt virtizt ráða meðal lærisveina þeirra, er fyr-
ir voru, fannst mér rangsnúinn og kuldalegr.
Seinna sannfœrðist eg þó um, að frá þessu voru
undantekningar. Hinn öfugi og kaldranalegi
andi birtist meðal annars í því, að það þótti eng-
inn heiðr í því að vera iðinn og ástundunarsamr
við skólanámið, heidr öllu fremr vanheiðr,
Revndar varð það skólasveinum til frægðar í
þeirra hóp, ef þeim tókst að svara vel og fljótt
spurningum þeim, er kennarar lögðu fyrir þá,
lang-helzt þó, ef þeim tókst þetta nálega fyrir-
hafnarlaust, eða án nokkurs verulegs undir-
búnings; því að slíkt bar samkvæmt almenn-
ingsálitinu vott um frábærar gáfur. Hitt dró úr
frægðinni stórvægilega, ef vitanlegt þótti, að leg-
ið hefði verið vfir lexíunum fyrirsettu. Það lá
við, að þessi hugsunarháttr í skólanum yrði mér
ofrefli; hann varð mér fyrst til kvalar, en seinna
leiddist eg út af honum í freistni. Eg sfktist að
nokkru af ólyfjani því, er lá í loftinu. Eg leit-