Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 20
24
■aðist við að komast hjá háðung fyrir það að vera
talinn iðinn. Skólameistarinn (Bjarni Jónsson)
virti það jafnan við mig, að eg hafði svo góðan
undirbúning í latínu og grísku áðr en eg kom í
skóla, og var mér frábærlega góðr; en hjá skóla-
brœðrum mínum galt eg þess fremr en naut.
Vel varð mér til nærri því allra kennara minna.
Og þó lærði eg fremr lítið af þeim flestum, eða
lítið, sem við mig loddi ásíðan eða hafði á mig
veruleg álirif fyrir lífið fram undan. Helzt
grœ ldi eg á frœðslu þeirri, sem mér hlotnaðist í
is'.e: zku, einkum þó utan kennslustunda í skólan-
um. af samtali við Jón Þorkelsson, sem seinna
varð skólastjóri, því á heimili hans var eg á fœði
a'la skólatíð mína. t forntungunnm suðrœnu tók
eg tiltölulega litlum framförum í samanburði við
það, sem eg kunni áðr en eg kom í skólann. Og
merkilegt finnst mér það, að nálega allt, sem eg í
heimahúsum las með leiðbeining föður míns í
þeim fraðum, lifir enn í huga mínum, en meginið
af lexíunum í skólanum hefir mér fyrir löngu
gleymzt.
Þá var það og ömurlegt við vistina í „lærða“
skó'anum í Reykjavík, að kristindómsins gætti
þar nálega ekki eða neins, sem nefna mætti trú-
arlíf. Þó voru þar einskonar bœnahöld fyrir-
skinuð, einnig kirkjuganga á tilsettum tíðum, en
það hvorttveggja var lítið annað en dauðr helgi-
siðr, sem flestir virtust taka þátt í að eins til
má'amyndar af því það var fyrirskipað. Veik
var sennilega trú allra áðr en þeir komu í skðí-
ann, en í skólanum var miklu líklegra að hún
biði bana en að hún glœddist. Hvernig gat það