Áramót - 01.03.1909, Síða 22
2Ö
hestbaki og, fleygði mér niðr á jörðina grátandi,
með sárri tilfinning út af því að eg ætti eins og
hvergi heima. Með þeim döpru hugsunum lá eg
um liríð þar á víðavangi; þá þreifaði eg á því,
live mjög eg þurfti á guði að halda — nærri því
eins og Jakob forðum í Betel. Svona var fvrir
mér miklu oftar. En enginn vissi, livað mér leið
hið innra. Meðal skólabrœðra minna komst það
álit á, að eg væri heil-mikill garpr, sem ekkei’t
léti á sig bíta, enda gjörði eg mér far um að
kcmn svo frr.m, þorði ekki annað. Það stóð til,
að yngri bróðir minn, sem mér þótti frábærlega
vænt um, eina alsystkin mitt, fœri líka í Reykja-
víkrskóla, og var liann að nokkru undir skóla búinn
lieima. Ekki varð þó neitt úr því, og varð mér
það fremr til fagnaðar en hryggðar, því and-
rúmsloftið í hinni íslenzku menntastofnan var
miklu ógeðslegra en svo, að eg mætti til þess
hugsa, að bróðir minn lenti þangað.
Tlefði eg, er eg var útskrifaðr úr „lærða“
skólanum eftir fimm ára dvöl þar, haft til þess
efni, að því er fjárhaginn snerti, er lang-líkleg-
ast, að eg liefði farið utan og tekið að leggja
stund á einliver vísindi við háskólann danska í
Kaupmannahöfn; því að sú leið þótti þá meðal
skólamanna íslenzkra helzt liggja til frama. Og
af því að talsverðr var í mér metnaðr, er hætt
við, að eg hefði eins og fleiri leitað í þá átt, ef
ekki hefði skort fé. Hins vegar hafði eg að
nokkru, jafnvel þegar undir eins þá, komið auga
á spilling þá hina margföldu, sem skólagengnir
landar mínir drukku inn í sig með vistarveru
sinni í höfuðstað Danmerkr og breiddu svo ó-