Áramót - 01.03.1909, Page 23
27
sjálfrátt út frá sér í íslenzku þjóðlífi eftir að þeir
voru aftr komnir heim og setztir í embætti. t
þeirra fótspor fýsti mig ekki, þótt notalegt gæti
virzt að komast í hátt embætti, ef það vildi lánast.
Það getr því varla talizt til vonbrigða fyrir mér,
að fjárskortr hamlaði mér frá að leggja leið
mína út á þann menntaveg. Seinna varð mér
það þó langtum betr ljóst, að farartálmi sá var
mér miklu fremr gæfa en óhamingja, og var í
vísdómsráði guðlegrar forsjónar ætlaðr til þess
að hjálpa mér áfram í því, er mestu varðar, en
ekki til þess að hefta mig í því tilliti. óteljandi
farartálmum hefi eg síðan mœtt, verulegum,
sumum mjög stórkostlegum og átakanlegum.
Marg-oft hefi eg um dagana svo sem að sjálf-
sögðu orðið fyrir hörmulegum vonbrigðum.
Slíkt þarf ekki að taka fram, því að sú lífs-
reynsia er svo altíð; en eg tek það þó fram fyrir
\ A sök, ^að eg hefi æfinlega eftir á sannfœrzt um
það oar þreifað á bví, að allt slíkt mótlæti revnd-
ist fyrir náð guðs mér til blessunar, jafnvel
margfaldrar blessunar.
Af andlegum einstœðingsskap mínum í skóla
samfara metnaðartilfinning minni leiddi það, að
eg fékk snemma ógeð og ótrú á menntunarfvrir-
komulagi því, er eg kynntist. Mér virtist það ó-
heppilegt og jafnvel skaðvænlegt. Mér fannst,
að flestir myndi hafa svo hörmulega lítið upp úr
því að ganga hinn svo nefnda skólaveg. Eg sá,
að „menntuðu“ Islendingarnir, eða þeir, er svo
vorn kallaðir, stóðu margir alþýðunni miklu neð-
ar í því, er mér fannst mest um vert. Hvað
helzt var að í þessarri átt varð mér þó ekki vel