Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 24
28
ljóst fyrr en löngu löngu seinna. En það skildist
mér snemma, að mér væri það skömm og skaði
að láta í menntunarlegu tilliti að eins berast fyr-
ir straum tízkunnar. Til hins fann eg hjá mér
hvöt eða köllun — væntanlega frá guði — að
stríða á móti straumnum. 1 þá átt var tilhneig-
ing mín eindregið meðan eg enn var á ungum
aldri. Mér fannst nærri því óþolanda að vera
með ineira hlutanum, því mér var það ljóst, að
meiri hluti þeirra, er taldir voru þjóðarleiðtogar,
var alla vega bilaðr, og mér fór að leika grunr á,
að allir meiri hlutar víðsvegar um heim mynd'i
hljóta að vera öfugir og ótœkir.
Markmið menntunarinnar, sem veittist í skól-
anum íslenzka og œðra skólanum danska þar á
bak við, var augsýnilega að setja sameiginlegt
mót á þá alla, er fœri í gegn um þær andlegu
mylnur, laga þá svo til, hrista þá svo, þœfa þá
svo, merja þá svo, að þeir yrði allir í öllu veru-
legu með sajna sniði. Eða menntan sú var, að mér
fannst, því líkust, sem mér var svo vel kunnugt
frá sveitalífinu íslenzka, þá er verið var af öllum
kröftum með keflum eða á annan hátt að troða
ull í poka áðr en hún skyldi flutt í kaupstað.
Allt undir ]>ví komið, að pokarnir smærri og
stœrri feggi sem mest í sig, að troðið yrði í þá
eins miklu og með nokkru móti gæti rúmazt þar.
En að því eins og gengið vísu, að þeir, sem þar var
verið í að troða, hefði uppliaflega ekkert í sér
haft, sem að neinu leyti þyrfti að taka til greina,
hefði áðr en í skólann komu ekki verið neitt
ainnað meira en tómir pokar. Með hinni svo
nefndu skólamenntan voru ílátin fyllt, og því