Áramót - 01.03.1909, Page 25
29
meira sem tekizt hafði þar í að troða, því full
komnari þótti menntanin. Pokarnir litu allir
eins út. Þar með var takmarkinu náð. Eða —
til þess að nota annað líkingarmál — iiugsjónini
sem réð menntamálunum, var sú, að allir gæti
orðið eins og egg; eggin auðvitað misstór eftir
mismunanda uppruna og nokkuð ólíkum hœfi-
leikum, en að öðru leyti hér una bil eins. Ekkert
á yfirborði eggjanna, sem neinn gæti fest sig við
eða mætti hafa þeim til einkennis; engin arða.
engin ójafna, ekkert horn, — allt gljáanda, slétt,
skellt og fellt. Eg sá mörg svona löguð sýnis-
horn af íslenzk-dönsku menntaninni; allt fullt a£
lifandi persónugjörvingum þeirrar menntunar.
Eg fékk sí-vaxandi óbeit á því öllu. Eg vildi
ekki verða eitt af þessum eggjum. Það fuli-
nœgði ekki lífshugsjón minni að verða íslenzk-
danskr poki, né heidr neinn annarskonar poki,
hversu miklu sem í pokann væri troðið. Og að
láta mala niig sundr í einhverri andlegri kvörn
eða móta rnig upp eins og málm úr deiglu — það
mundi eg aldrei til eilífðar samþykkja.
Þetta álit og þessa liugarstefnu hafði eg upi>
rír lífsreynslu minni á skóla-árunum. Að sjált’
sögðu fœrðust skoðanir mínar í þeim efnum stór-
kostlega mikið út seinna og urðu skýrari og á-
kveðnari. Hafa meira að segja allt af verið að
fœrast út og skýrast gjörvalla æfitíð mína, sem
síðan er liðin allt fram á þennan dag. Þær hafa
meðal annars að því leyti orðið víðtœkari nú á
seinni árum, að þær hafa einnig náð til skóla-
menntunarinnar hér í landi og ensk-ameríska
menntaheiminum í heild sinni. Eg þykist nú