Áramót - 01.03.1909, Síða 28
32
þeim greinum. En sú löngun gat ekki fengið
fullnœgju, enda var liún aldrei svo rík, að það
kostaði neina verulega sjálfsafneitan að hverfa
frá þeirri hugsan. Hitt þótti mér lakara, að
prestaskóli Islands var í alemnningsálitinu í fyr-
irlitning, og hafði reyndar verið það frá upphafi,
og lakast, að stofnan sú verðskuldaði, að ætlan
minni, þá fyrirlitning að mörgu leyti. Mér var
l.jóst, að það þótti verða nauða-lítið úr þeim, sein
lentu í prestaskólanum. Sveinbjörn Egilsson
hafði löngu áðr sagt um latínuskólann, sem hann
þá, nýkomnum til Reykjavíkr, veitti forstöðu, að
menntastofnan sú verið orðin ‘gróðrarstía lasta
og ódyggða’. Svipað var nú álitið á prestaskói-
anum. Margskonar siðferðisbrestir hjá hinum
ungu mönnum, sem þar voru að búa sig undir
kennimannlega stöðu í kirkju Islands, allskonar
afgiöp í þá átt, oilu því áliti. Presta-efnin voru
ekki háð neinum verulegum skóla-aga; ‘akadem
iskt’ frelsi heyrði til hlunnindanna við þann
kirkjulega gróðrarreit. En svona illa var freisi.
það notað, því að hvorki forstöðumaðr presta-
skólans, né kennararnir liinir þar, höfðu til að
bera það afl andans, sem tii þess þurfti að bœgja
hinum ungu brœðrum frá breiða veginum eða ti'
þess að innrœta þeim kristilega sjálfsafneitan.
Hvorki sem menn né sem kennendr voru þeir til
þess fœrir að afla prestaskólanum þeirrar virð-
ingar, sem í rauninni var lífsnauðsyn fyrir þá
stofnan og þá um leið lífsnauðsyn fyrir málefni
kristindómsins í landinu. Engu að síðr réðst eg
í það að ganga á prestaskólann, vonandi, að vist-
in þar gæti þrátt fyrir allt og allt orðið mér tii