Áramót - 01.03.1909, Síða 29
33
blessunar og eg síðan verkfœri í hendi drottins
kjistni þjóðar minnar að einhverju leyti til efl
ingar. Það vildi og svo til, að einmitt þá voru
einskonar tímamót í sögu prestaskólans. Sá,
sem verið hafði þar aðal-maðrinn frá upphafi,
Pétr Pétrsson, fór frá og tók við biskupsem-
bætti; og komst þá nýr maðr, Helgi Hálfdánar-
son, að við prestaskólann, þótt ekki yrði hann
þar forstöðumaðr fyrr en talsvert löngu seinna.
Af þeim kennara vonuðu menn góðs fyrir skól-
ann, því hann bar í ýmsu af ölluin Islendingum.
sem þá voru uppi í kirkju Islands í kennimann
legri stöðu, með hlýjum kristindómsanda, áliuga-
mikill um trúarmál og talinn einkar vel að sér í
lúteiskum frœðum. Vonirnar, sem menn höfðu
gjört sér um þann mann, rættust og að iniklum
mun eftir að liann komst í hina nýju kennara-
stöðu. Hann lagði sig í líma með að innrœta
lærisveinum sínum hreinan lærdóm guðs orða og
álmga fyrir málefni kristindómsins. Og öll var
framkoma hans svo, að þeir, sem tilsagnar hans
nutu, hlutu, að mér fannst, að bera til hans hlýj
an hug og virðingarfullan. Hann var mér ein-
staklega góðr, og hafði mig í hávegum. Þó var
hann nærri því of lúterskr í sumum kenninguuv
sínum fyrir mig. Það, sem helzt var að fyrir
þessum fyrirmvndarmanni íslenzku kirkjunnarr
kom eg ekki verulega auga á fyrr en nokkru
seinna; en það var að einu leyti það, hve rauna-
lega íhaldsamr hann var í kirkjulegum efnum
öllum; þar næst það, live óskiljanlega lítið far
harn' giörði sár um að hafa álirif til trúvakning-
ar eða lífsglœðingar á kirkjulýðinn í landinu