Áramót - 01.03.1909, Side 32
36
urn, myndi eg tafarlaust geta komizt í kenni-
mannlega stöðu innan hinnar lútersku kirkju
Norðmanna. Og upp á þá bending fór eg ásamt
konu minni það sumar vestr. Staðan var og
mér búin, er þangað var komið. Það var í þeirri-
kirkjudeild, sem nefnist norska sýnódan, að e>
skyldi taka til starfa. Þegar undir eins þá var
kirkjufélag það, þótt ungt væri, býsna voldugt,
því trúboðsandi var þar sterkr og liin mesta á-
herzla á það lögð að breiða kristindóminn út í
allar áttir. Og með tilliti til hinnar bráðu og sí-
vaxandi fólksfjölgunar í landinu — vestrfarir frá
Norvegi voru ákaflega rniklar á þeim árum sér-
staklega — þurfti þessi megindeild lútersku
kirkjunnar norsku hérna megin hafsins mjög
mikið á auknum starfskröftum að halda. Yel
kominn var eg því sennilega inn í hóp þessarra
áhugamik’u og ötulu starfsmanna kirkjunnar.
En brátt rak eg mig herfilega á. Hér réðu þær
kirkjulegu skoðanir, sem voru mér algjörar
nýungar, og að sumu leyti fyrir mig mjög frá-
fælandi. Ekki þó svo að skilja, að hér væri ver-
ið að boða nein ný trúaratriði, sem mér væri áðr
með ö 11 ii ókunn, því að norska sýnódan er annál-
uð fyrir fastheldni sína við forn-lúterska rétt-
trúnaðar-kenning, og eg var talsvert vel að mér í
því frá prestaskólanámi rnínu, hvað kennt liafði
verið í lútersku kirkjunni almennt bæði á Þýzka-
landi og Norðrlöndum, einkum á fvrri tíðum.
Hitt var mér nýung, sem undir eins hratt mér
burt. er eg þreifaði á því, að hinum kirkjulegu
kenningum var í reyndinni beitt svo einstreng-
ingslega og hugsunarfrœðilega svo mjög út í œs-