Áramót - 01.03.1909, Qupperneq 33
37
ar, að í bága virtist stundum koma við sjálft
lijartað í kristindóminum. Hér var sterkt
kirkjulíf og mikið af starfandi kristinni lúterskri
trú. Eg liafði engu eiginlegu kirkjulífi áðr
kynnzt á æfinni. Á Islandi var vitanlega krist-
indómr til, þótt daufr væri víðast bvar og mátt-
vana, en kirkjulíf var þar sama sem ekki, hafði
þó vitanlega eitt sinn verið þar, þótt ófullkomið
væri, en mátti nú lieita fyrir löngu dáið út. Þar
sem mér nú fannst, að eg með engu móti myndi
geta samþýðzt norsku sýnódunni, var þá ekki lík-
legra, að það væri mér að kenna — ófullkomnum
kirkjulegum skilningi mínum, veikri trú hjá mér,
ung'um og lítt reyndum—, en að það væri anda-
stefnu þess volduga kirkjufélags að kenna! Ekki
mundi félag það—eins sterklega og það hafði frá
upphafi vega sinna búið um sig andlega—fara að
breyta stefnu sinni mín vegna. Sú heimska gat mér
ekki til hugar komið. Mundi ekki sennilegra, að
eg slakaði til, gjörði mér að góðu það, sem helzi.
stakk mig í hjarta í kenningar-aðferð kirkjufé-
lagsins, og léti leiðast inn í fylkinguna, vónandi-
að það, er mér fyndist helzt þar að, myndi bráð-
umi visna upp í huga mínum og verða að engu!
Aflið, er draga vildi mig í þessa átt, var skiljan-
lega furðu-sterkt. Eg var kominn í nýjan heim,
þar sem eg var öllum ókunnugr, — ervitt líka að
snúa sér við til atvinnu, eins illa og eg þá var að
mér í ensku, aðal-tungumáli landsins. Að' ein
hverju levti vafalaust mundi það verða mér til
óvirðingar, ef eg undir eins kœmi mér út úr. húsi
hjá þeim hinum sömu kristnu brœðrum, sem ó-
bebrínis höfðu kvatt mig frá Islandi til sam-