Áramót - 01.03.1909, Síða 34
38
vinnu með sér hér og með góðsemi mestu höfða
boðið mig velkominn. Ekki sízt í augum sumra
heima á fslandi, sem illa var við allar utanfarir
af landinu, nema auðvitað stúdenta að vizku
brunninum í Kaupmannahöfn, og fannst það ó-
þarfa-flan af okkr konunni minni, er við réðumst
í þessa vestrf'ör. Var ekki bezt að draga hornin
inn, sleppa öllum mótbárum og láta fallast inn í
fylkinguna 1 Var ekki alveg sjálfsagt að gjöra
það? Var það ekki blátt áfram óvit, ef annað
væri gjört? Svo hefði vafalaust sumum fundizt
í mínum sporum þá; en mér fannst allt annað.
Svo mikið bar á milli hinnar andlegu stefnu
þessa strang-lúterska kirkjufélags og trúar-
sannfœringar minnar, að samvizka mín leyfði
mér ekki að játast undir stefnuskrá þess. Þ-ið
gat ekki komið til neinna mála, að eg léti móta
mig um eða brœða mig upp; en til þess voru svo
sem búast mátti við af þeim, er þar réðu ríkj-
um, gjörðar marg-endrteknar tilraunir. Harða.
andlega baráttu fyrir mig hafði þetta í för með
sér; og var mér barátta sú einkum fyrir þá sök
átakanleg, að eg stóð uppi í henni aleinn af
mönnum, að hjálp þeirri þó auðvitað ógleymdri,
sem konan mín með trúfastri samhygð sinni lét
mér í té eins og ávallt síðan. Nú var ný hvöt
fyrir mig til þess að prófa vandlega kristindóm
minn. Það gjörði eg, og gat ekki látið það vera.
Niðrstaða prófs þess var sú, að mér jókst full
vissa um það, að kristindómrinn væri eilífr
sannleikr; en jafnframt því styrktist sú sannfœr-
ing hjá mér, að hitt skifti tiltölulega fremr
litlu máli, í hverri evangeliskri kirkjudeild maðr