Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 38
42
tilliti lærðist mér sú íþrótt í Nýja lslandi aö
ganga, nota fœti’na eSa fararskjóta postulanna.
Og á því þreifaði eg þar, að með guðs lijálp getr
tekizt að komast af blessunarlega að því er snert-
ir daglegt brauð, þótt mikið sé um örbirgð. En
það, sem eg, að mér finnst, á rnest drottni raínum
fyrir að þakka frá skólavist minni í Nýja Islandi,
er það, að þá lærði eg að skilja miklu skýrar en
áðr, lxvað er aðal-atriðið í kristindóminum og
hvað þar eru auka-atriði. Sú sannfœring festist
hjá mér, að móðui’kirkja vor, lúterska kirkjan,
hefði lijá stórmennum sínum náð traustu haldi á
meginmáli kristindómsins, hún öllum kii’kjudeild-
unum kristnu hinum fremr, og að því er þetta
snertir fór lúter-dómrinn í sál minni vaxandi.
En auka-atriðin urðu fyrir mér meir og meir
að smámunum — allar hinar kirkjulegu seremon-
íur, allar ytri siðvenjur, sérhvert lögbundið guðs-
þjónustusnið, alla vega tíðareglur fastsettar, öl!
fyrirmæli um ytri einkenni á klerkum og sam-
komuhúsum safnaða, o. s. frv. Og að því leyi.i
var eg nú óðum að verða minna og minna lút-
erskr. Skoðanir mínar hölluðust í þeim efnum
all-sterklega í sömu átt sem Púrítananna forðurn
á Bretlandi og hvar annarsstaðar sem þeir komu
fram. Séra Páll Þorláksson. sem nokkru áðr
hafði látið prestvígjast, kom til Nýja Islands um
sama leyti sem eg og veitti svo nokkrum hlutum
landnemahópsins þar um hríð kennimannlega
þjónustu. Var hann erindsreki norsku synód-
unnar og hélt af alefli fram skoðunum þess
kirkjufélags, sem fyllilega höfðu runnið honum í
blóð og merg fyrir skólagöngu hans syðra — í Sc.